is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/980

Titill: 
  • Gæðastjórnun í leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða tekin fyrir málefni sem tengjast gæðastjórnun í leikskólum.
    Þær tvær meginspurningar sem leitast verður við að svara eru: Hentar gæðastjórnun
    sem stjórnunaraðferð á leikskólum? Hvað er það sem næst fram með gæðastjórnun?
    Gæðastjórnun byggir á því sem menn kalla stöðugar umbætur. Það er að umhverfið
    sem við vinnum í er síbreytilegt og vegna þess verðum við í sífellu að vera að bæta
    okkur. Ljóst er að vel heppnuð gæðastjórnun kemur til með að tryggja að tiltekin gæði
    leikskólans haldist. Það má þó lengi rökræða um það hvort gæðastjórnun henti öllum
    leikskólum. Gæðastjórnun getur stuðlað að því að starfsfólk leikskóla auki meðvitund
    sína um gildismat og viðhorf sem liggur til grundvallar starfinu. Til þess að
    gæðastjórnun teljist vera heppileg stjórnunaraðferð, verða allir starfsmenn að taka þátt
    í breytingunum og þær að vera varanlegar. Mikilvægi þess að breytingarnar séu
    varanlegar er að gæðastjórnun byggir á þvað sífellt er verið að þróa sig skrefinu
    lengra. Ef breytingarnar verða ekki varanlegar er ávallt verið að byrja á sama punkti,
    án þess þó endilega að farið sé í sömu átt. Talið er að þar sem gæðastjórnun er
    viðhöfð á leikskólum, náist almennt betri árangur. Ástæður þess að betri árangur næst
    á leikskólum þar sem gæðastjórnun er viðhöfð eru þær að samhljóða ákvarðanir
    starfsfólks leiða til aukins trausts og trúverðugleika. Einnig ætti sú sífellda
    endurmenntun sem gæðastjórnun byggir á að leiða til þess að hæfni starfsfólks
    aukist. Til þess að þetta náist þurfa margir samverkandi þættir að vinna saman.
    Yfirvöld, stjórnir sveitafélaga og leikskóla, leikskólakennarar, börn og foreldrar þurfa
    að vera tilbúin til að setja sig inn í hugsunarhátt gæðastjórnunar og umbreyta til eigin
    nota. Það skiptir miklu máli að allir taki virkan þátt í þeirri umbótavinnu sem
    gæðastjórnun felur í sér.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gaedastj.pdf625.07 kBLokaðurGæðastjórnun í leikskólum - heildPDF
gaedastj-e.pdf306.82 kBOpinnGæðastjórnun í leikskólum - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
gaedastj-h.pdf322.6 kBOpinnGæðastjórnun í leikskólum - heimildaskráPDFSkoða/Opna
gaedastj-u.pdf280.41 kBOpinnGæðastjórnun í leikskólum - útdrátturPDFSkoða/Opna