is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9814

Titill: 
  • Staða nýsköpunar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þær þrengingar sem íslenskt samfélag hefur þurft að horfast í augu við á síðustu árum hafa verið sársaukafullar og ekki sér enn fyrir endann á þeim þótt teikn séu á lofti að rofa fari til. Í þessum þrengingum hafa margir beint sjónum sínum að nýsköpun og treysta á að þar sé fundinn ákveðinn vonarpeningur sem ásamt öðru getur átt sinn þátt í því að vinna þjóðina úr þeim efnahagsklafa sem hún er í.
    Þessu til stuðnings hafa menn lengi rannsakað áhrif nýsköpunar á efnahag og hagvöxt einstakra landa og fundið út að nýsköpun getur haft gríðarleg áhrif. Hún felur í sér ávinning fyrir þjóðfélagið allt og er forsenda fyrir vexti fyrirtækja. Eftir efnahagshrun hefur verið mikil aukning í orðræðunni um nýsköpun, frumkvöðla, sprotafyrirtæki og fleira í þeim dúr.
    Tilgangur þessarar ritgerðar er að leita svara við því hver sé staða nýsköpunar um þessar mundir á Íslandi. Til að fá fyllri mynd af því er sérstaklega skoðað hver þróunin hefur verið frá því 2008 og leitast er við að skoða skilgreiningar á helstu þáttum sem nýsköpun tengjast.
    Þannig var leitað í smiðju þeirra fræðimanna og stofnana sem hafa einkum látið sig málið varða og reynt að draga saman þá þekkingu og afstöðu sem þar er að finna. Einnig var gerð eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við forsvarsmenn nokkurra stofnana sem hafa einbeitt sér að stuðningi við nýsköpun og einnig við einn uppfinningamann. Viðtölin, sem voru hálfopin, voru hljóðrituð, skráð á tölvu og svo tók við greiningarvinna til að finna helstu þemu í þeim.
    Helsta niðurstaðan er sú að staða Íslands er góð að mörgu leyti en slök á ákveðnum sviðum. Ísland býr yfir mörgum hugmyndaauðugum frumkvöðlum sem leita aðstoðar við að hrinda hugarfóstrum sínum í framkvæmd en skortur er á fjármagni þrátt fyrir að Ísland verji háu hlutfalli af vergri landsframleiðslu til þessara mála. Mörg sprotafyrirtæki hafa verið stofnuð sem lofa góðu með framhaldið. Nýsköpun er ekki nein allsherjarlausn á atvinnumálum hér og nú, heldur má líkja henni við langhlaup sem getur skilað ríkulegum afrakstri síðar. Fram komu ýmsar hindranir á vegferð nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, s.s. takmörkuð fjárfesting áhættufjárfesta, skattalegt umhverfi, takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar o.fl.
    Margar góðar tillögur og hugmyndir hafa verið settar fram og áhugavert verður að fylgjast með framgangi þeirra.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða nýsköpunar á Íslandi.pdf858 kBLokaðurHeildartextiPDF