is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9818

Titill: 
  • Uppbygging og stjórnun viðskiptasambanda í gegnum tölvupóst
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að byggja upp þekkingu á viðhorfum og viðbrögðum neytenda við uppbyggingu viðskiptasambands í gegnum tölvupóst og greina hvernig markaðsáreiti í gegnum þann miðil geti stuðlað að hagkvæmari nýtingu á markaðsfé fyrirtækja. Í ljósi þess voru framkvæmdar tvær rannsóknir.
    Fyrri rannsóknin kannaði almenn viðhorf einstaklinga við markaðsefni í gegnum tölvupóst og tækifæri til uppbyggingar viðskiptasambands í gegnum þann miðil. Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar sýna að ekki hafi verið nógu faglega staðið að markaðssetningu í gegnum tölvupóst hingað til og að tækifæri séu til staðar til þess að nýta þann miðil til þess að auka líftímavirði viðskiptavina með endurteknum kaupum, krosssölu og uppsölu.
    Seinni rannsóknin var tilraun í tengslum við atferlisgreiningu einstaklinga þar sem greind voru viðbrögð einstaklinga við mismunandi markaðsáreitum fyrir vöruna Syrpu í gegnum tölvupóst. Höfundar studdust við atferlislíkan Foxall við hönnun markaðsáreita og athugaður var munur á milli nytjastyrkingar og upplýsingastyrkingar í markaðssetningu í gegnum tölvupóst. Einstaklingar í Netklúbbi Eddu voru svo greindir nákvæmlega út frá kenningum áhrifastigans (e. hierarchy of effects), þar sem kannað var á hvaða þrepi þeir voru staddir hvað varðar áhuga og vitund á nýjum markaðsáreitum og fyrri markaðsáreitum. Niðurstöður sýna að markaðsáreiti sem inniheldur nytjastyrkingu hefur betri áhrif á sölu og jákvæðari áhrif á arðsemi en upplýsingastyrking. Upplýsingastyrking hefur hins vegar betri áhrif á opnunarhlutfall tölvupósts og vitund einstaklinga á þeim. Niðurstöður einstaklingsgreiningarinnar sýna hvernig hægt er að nýta upplýsingar um fyrri viðbrögð einstaklinga til sérsniðinnar einstaklingsmarkaðsfærslu.
    Atferlisgreining leggur áherslu á tilraunir og einstaklinga og hvort tveggja er gert í þessari rannsókn. Rannsóknin leggur þannig grunn að ákveðinni aðferðarfræði við greiningu á virði langtímaviðskiptasambanda í gegnum rafræn markaðssamskipti. Sú aðferðarfræði getur verið fyrirmynd að frekari rannsóknum á þessu sviði og hjálpað fyrirtækjum til þess að verða markaðshneigðari og meðvitaðri um mismunandi þarfir og óskir einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - JPS JSK.pdf8.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna