is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9842

Titill: 
  • Menntun barna með skapandi leiðum : athugun á menntastefnu í ljósi leikrænnar tjáningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna að hve miklu leyti menntastefnunni sem birtist í Aðalnámskrá grunnskóla væri framfylgt í grunnskólum landsins. Til að afmarka viðfangsefnið var valin sú leið að skoða markmið tengd leikrænni tjáningu í Aðalnámskrá grunnskóla og kanna í kjölfarið að hve miklu leyti unnið er að uppfyllingu þeirra markmiða í grunnskólum landsins. Þar sem sköpun er einn þeirra sex grunnþátta sem nefndir eru í drögum að sameiginlegum hluta nýrrar Aðalnámskrár allra skólastiga, þá er vel við hæfi að beina sjónum að svo skapandi kennsluaðferð sem leikrænni tjáningu.
    Spurningakönnun var send í tölvupósti á alla félagsmenn Félags grunnskólakennara þar sem þeir voru spurðir út í notkun sína á Aðalnámskrá grunnskóla, skólanámskrá og aðferðum leikrænnar tjáningar í kennslu. Þáttur stjórnenda var einnig kannaður hvað þetta varðar og var þá helst spurt um hvatningu og eftirlit af þeirra hálfu. Við úrvinnslu niðurstaðna var notast við lýsandi tölfræði, krossprófanir og fylgnimælingar.
    Niðurstöður leiddu í ljós að 72% svarenda nota markmið Aðalnámskrár grunnskóla oft eða frekar oft við skipulagningu kennslu sinnar. Um helmingur svarenda svaraði því játandi
    að nota aðferðir leikrænnar tjáningar í kennslu sinni. Marktæk fylgni mældist milli kyns og notkunar svarenda á Aðalnámskrá grunnskóla við skipulagningu kennslu. Þar voru konur líklegri til að nota námskrána en karlar. Að sama skapi mældist marktæk fylgni milli kyns og notkunar á kennsluaðferðum leikrænnar tjáningar þar sem konur voru líklegri til að nota aðferðirnar. Fram kom mikilvægi þess að skólar hafi skýra stefnu þar sem niðurstöður sýndu að kennarar sem kenndu við skóla þar sem markmið um leikræna tjáningu var að finna í skólanámskrá voru líklegri til að nýta aðferðir leikrænnar tjáningar í kennslu. Þar sem
    skólastjórnendur hafa ákvörðunarvald hvað varðar þau markmið sem fram koma í skólanámskrá hvers skóla þá er framgangur greinar eins og leikrænnar tjáningar að einhverju leyti í þeirra höndum

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9842


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaPrentun.pdf474.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna