is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9852

Titill: 
  • Upphaf skólahalds í Súðavík 1891-1947
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta fjallar um upphaf skólahalds í Súðavík árið 1891 og þróun þess fram til ársins 1947.
    Fyrsti barnaskólinn í Súðavík var stofnaður árið 1891 og hófst þá reglulegt skólahald í Súðavík. Í flestum sjávarplássum eins og Súðavík var farið að stofna skóla á þessum tíma en fyrir því stóðu sveitafélög og einstaklingar á hverjum stað. Í Súðavík voru bændurnir Hjalti Sveinsson og Guðmundur Arason miklir baráttumenn fyrir því að stofnaður yrði skóli í plássinu en þeir gáfu peninga í barnaskólasjóð Súðavíkur ásamt því að Guðmundur gaf lóð undir skólabygginguna árið 1890. Kostnaðurinn við skólann var 5600 krónur en húsið var illa byggt og óeinangrað. Í húsinu var kennaraíbúð, kennslustofa og á efri hæðinni var heimavist sem rúmaði sex börn í einu en árið 1903 var einni kennslustofu bætt við húsið. Börnum úr næsta nágrenni Súðavíkur varð að koma fyrir á heimavistinni á efrihæð skólans eða hjá öðrum fjölskyldum í þorpinu meðan á skólakennslu stóð á veturna og urðu foreldrar að greiða þann kostnað sem hlaust af því ásamt því að greiða fyrir skólagöngu barna sinna. Skólahald á þessum tíma var mjög ólíkt því sem við þekkjum í dag eða aðeins nokkrar vikur á veturna. Nemendur hófu ekki að ganga í skóla fyrr en að þau hefðu náð tíu ára aldri og gengu í skóla til fjórtán ára aldurs en árið 1926 var skólaskylda lengd og hófu börn þá nám sjö ára gömul. Frá 1907 fór kennslutíminn í skólum að lengjast og um 1920 var kennslutíminn 5-6 mánuðir á ári.
    Hannibal Valdimarsson skólastjóri skólans 1929 barðist ötulega fyrir því að nýtt húsnæði yrði tekið í notkun þar sem gamla skólahúsið var löngu orðið ónothæft þegar hætt var að nota það árið 1930. Vegna húsnæðisskorts hafði ekki verið hægt að fá nýtt húsnæði undir skólann fyrr en árið 1930 þegar verið var að ljúka við byggingu samkomuhúss í Súðavík og náðust samningar á milli eiganda samkomuhússins og sveitarfélagsins um leigu á húsnæðinu undir skólahald. Skólinn var í samkomuhúsinu til ársins 1947 en húsið gegndi þó einnig öðrum hlutverkum s.s. samkomustað bæjarbúa.
    Samkvæmt þeim heimildum sem unnið er með í þessari ritgerð hafði stór hluti þeirra kennara sem störfuðu við skólann á árunum 1891-1947 lokið kennaraprófi.

Samþykkt: 
  • 11.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9852


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaritgerðSolveig_2011.pdf812.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna