is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9860

Titill: 
  • Gæðastjórnun - fjárhagslegur ávinningur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í verkefni þessu er fjallað um gæðastjórnun út frá ávinningi og innleiðingu gæðastjórnunarkerfa. Notaðar voru eigindlegar og megindlegar rannsóknarað-ferðir þar sem lagður var spurningalisti fyrir þátttakendur sem voru gæðastjórar, forstjórar / framkvæmdastjórar auk sölu- og framleiðslustjóra hjá framleiðslu¬fyrirtækjum, sem vottuð voru samkvæmt ISO 9001, 14001 og 18001. Notast var við kennslubækur, greinar, efni af netinu og viðtöl til þess að vinna verkefnið.
    Rannsóknarspurningarnar voru nokkrar. Hvaða ávinning telja stjórnendur vera af gæðastjórnun? Líta þeir einungis á gæðastjórnun sem kostnað? Þarf að leiða þá gegnum kostina, skref fyrir skref ef þeir eru þá einhverjir, til að þeir komi auga á ávinninginn? Hefur breytt umhverfi á fjármálamarkaði haft áhrif á fyrirtæki með gæðastjórnun? Hafa breytingarnar haft þau áhrif að eftirlit hefur minnkað eða aukist? Er gæðastjórnun aðferð sem öll fyrirtæki geta eða ættu að taka upp óháð stærð? Er nóg að stjórnendur ákveði að innleiða gæðastjórnun og fari að vinna eftir henni, án þess að hafa nokkurt samráð við starfsmenn? Eru svör fyrirtækja í könnuninni sambærileg eða skiptir eignarhald til að mynda máli? Er þörf á að fara alla leið í vottun samkvæmt ákveðnum stöðlum, eða er nóg að taka upp starfshætti gæðastjórnunar án þess að utanaðkomandi eftirlitsaðila komi við sögu?
    Niðurstaða verkefnisins var að fyrirtæki töldu að fjárhagslegur ávinningur væri fólgin í innleiðingu gæðastjórnunarkerfis. Til þess að gæðastjórnunar¬kerfið nýtist fyrirtækjunum að fullu þurfa allir starfsmenn innan fyrirtækisins að koma að því.
    Nokkrar áhugaverðar hugmyndir kviknuðu að áframhaldandi rannsóknum í tengslum við verkefnið og eru þær skoðaðar í lok þess.
    Lykilorð: Gæðastjórnun, gæðavottun, ISO 9000 / 9001, fjárhagslegur ávinningur, altæk gæðastjórnun.

  • Útdráttur er á ensku

    This project focused on quality control from benefits and implementation of quality management systems. Qualitative and quantitative research methods were used. Questionnaire was sent to several managers with a ISO 9001, 14001 and 18001 certified companys. To carry out the project textbooks, articles, online articles and interviews were used.
    There were several research questions in the project. What does manager believe to be the benefits of quality management? Do they only look at quality management as a cost? Is it nessesary to lead companies through the benefits, step by step, if there are any, before they will identify the benefits? Have changes in the financial market had impact on companies with quality management? Has surveillance decresed or increased with the changes in the financial market? Is quality management for all companies regardless of size? Can a manager decide to implement quality mangagement with out consulting employees? Are responses similar between companies or does ownership matter? Is it possuble to implemant quality management without going for certification.
    The conclusion of this study was that companies felt that financial benefits would be associated with the implementation of quality management system. For the quality system to function all employees need to take part. Some interesting ideas that emerged for further research related to this project, are reviewed at the end of the project.
    Keywords: Quality management, quality certification, ISO 9000 / 9001, financial benefits, TQM.

Samþykkt: 
  • 16.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laufey_Sigurdardottir_Gaedastjornun_lokaverkefni.pdf4.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna