is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9898

Titill: 
  • Hversu vel spáir CAPM fyrir um ávöxtun á Norðurlöndunum?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er CAPM-líkanið (Capital Asset Pricing Model), en líkanið á að spá fyrir um vænta ávöxtun út frá áhættu fjárfestingarinnar. CAPM byggir á safnakenningu Markowitz og af þeirri ástæðu verður einnig farið í þá kenningu í fyrstu köflum rannsóknarinnar.
    Leitast verður svara við þrem rannsóknarspurningum:
    1. Hversu vel spáir CAPM fyrir um ávöxtun í raun?
    2. Spáir CAPM betur fyrir ávöxtun í raun eftir atvinnugeirum?
    3. Er jákvætt samband milli Betu og ávöxtunar?
    Aðferðafræðin til að svara fyrstu tveim spurningunum er sú að farið verður nokkur ár aftur í tímann og CAPM-líkanið notað til að spá fyrir um vænta ávöxtun nokkur ár fram í tímann á völdum félögum á hlutabréfamörkuðum Norðurlandanna, að undanskildum Færeyjum. Þegar það er komið verður skoðað hver ávöxtunin var í raun og keyrð línuleg aðhvarfsgreining á gögnin. Þá bæði eftir hverjum markaði fyrir sig, markaðinum í heild og eftir atvinnugeira. Út frá tölfræðiniðurstöðunum verður metið hversu vel líkanið stendur sig, bæði út frá útskýringarmætti líkansins og hvort niðurstöður séu tölfræðilega marktækar við 5% marktæktarmörk.
    Aðferðafræðin á bak við þriðju rannsóknarspurninguna er sú að keyrð verður línuleg aðhvarfsgreining á sambandi Betu við ávöxtun í raun. Út úr tölfræðiniðurstöðunum mun sjást hvort jákvætt samband sé þar á milli og hvort það sé tölfræðilega marktækt við 5% marktæktarmörk.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að CAPM-líkanið er ekki að spá vel fyrir um ávöxtun. Útskýringarmáttur þess er að meðaltali 8-10% og sambandið á milli CAPM og ávöxtunar í raun var sjaldan marktækt. Markaðurinn í Noregi kom best út fyrir líkanið og náði það að útskýra ávöxtun þar mjög vel. Þegar litið var til sambands Betu við ávöxtun í raun þá var sambandið jákvætt í öllum tilvikum en aðeins tvisvar sinnum tölfræðilega marktækt.

Samþykkt: 
  • 31.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlynur Vidar - Skemman.pdf2.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna