is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/992

Titill: 
  • Hver ber ábyrgð? : heildræn þjónusta við fjölskyldur barna með sérþarfir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni fjöllum við um þá þjónustu sem fjölskyldur barna með sérþarfir eiga að fá samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. Við horfum einnig til hugmyndafræði Snemmtækrar íhlutunar (Early Intervention) og leggjum áherslu á mikilvægi fjölskyldumiðaðrar þjónustu og teymisvinnu. Fjölskyldumiðuð þjónusta er dæmi um heildræna þjónustu. Hún byggir á samstarfi allra aðila sem koma að þjónustu við barn með sérþarfir og fjölskyldu þess. Þjónustan nær þá ekki eingöngu til barnsins sjálfs heldur fjölskyldunnar í heild sinni. Þær fyrirmyndir sem við höfum að slíkri þjónustu koma annars vegar frá Bandaríkjunum og hins vegar úr Skagafirði. Til að greina þá þætti sem nauðsynlega þarf að bæta í þjónustukerfinu gerðum við rannsókn. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar ásamt því sem fram kemur í stefnumótun félagsmálaráðuneytissins, höfum við mótað ákveðna framtíðarsýn um hvernig mætti bæta þjónustuna og gera hana heildrænni. Við setjum fram hugmyndir um það hvernig þroskaþjálfi getur komið að heildrænni þjónustu við fjölskyldur barna með sérþarfir í þverfaglegu samstarfi við aðrar fagstéttir sem að þjónustunni koma.

Samþykkt: 
  • 17.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf390.17 kBLokaðurHeildarskjalPDF