is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9939

Titill: 
  • Viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum og framlag þeirra til gæðahjúkrunar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Störf hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum hafa breyst á síðustu áratugum m.a. vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, veikari heimilismanna og hagræðingar í heilbrigðiskerfinu. Samfara þessum breytingum gerðu heilbrigðisyfirvöld meiri kröfur um fagmennsku, gæði og hagræðingu. Þessar breyttu aðstæður hafa haft áhrif á störf hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum og þau felast nú meira en áður í stjórnun og úthlutun verkefna til sjúkraliða og aðstoðarfólks í hjúkrun.
    Tilgangur rannsóknar var að leita svara við spurningunni: Hver eru viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum? Notuð var eigindleg aðferð þar sem gögnum var safnað með rýnihópaviðtölum. Samtals tóku 22 hjúkrunarfræðingar þátt í fjórum rýnihópum. Viðtölin voru hljóðrituð, rituð upp orðrétt, innihalds- og þemagreind. Greind voru þrjú þemu úr svörum þátttakenda, eitt yfirþema og tvö meginþemu.
    Yfirþemað var; Að nýta sérhæfða faglega þekkingu hjúkrunarfræðinnar. Meginþemun voru; I. Árvekni, að hafa yfirsýn, vera vakandi yfir öllu, heimilismönnum og starfsmönnum, heildræn nálgun; og II. Að vera greinandi, sjá hlutina í öðru ljósi. Sérhæfð fagþekking hjúkrunarfræðinnar felur í sér árvekni og heildarsýn, að vera greinandi sem er kjarninn í viðfangsefnum hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum og þar með störfum þeirra.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna mikilvægi sérhæfðrar þekkingar í hjúkrun aldraðra á hjúkrunarheimilum og hvernig beita þarf árvekni og faglegri þekkingu til að mæta þörfum heimilismanna.
    Lykilorð: Gæði, hjúkrun, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarheimili, mönnun, starfsumhverfi, úthlutun, viðfangsefni.

  • Útdráttur er á ensku

    The work performed by registered nurses (RNs) in nursing homes has changed in recent decades due to nursing shortage, sicker residents and budget cuts in the health care system. Alongside these changes, health care authorities have increased requirements for professionalism, quality and efficiency. These altered conditions have affected the work of nurses in nursing homes which is now more focussed on management and the delegation of tasks to assistant nurses and nursing support staff.
    The purpose of this study was to seek answers to the following question: What do the undertakings of registered nurses in nursing homes include? A qualitative approach was used whereby data were collected with focus group interviews. A total of 22 nurses participated in four focus groups. The interviews were audio recorded, transcribed verbatim and content analyzed.
    Three main themes were identified from the participants’ answers; one overriding theme and two major themes.
    The overriding theme was; Making use of specialized professional nursing knowledge. The major themes were; I. Vigilance, having a grasp on matters, being aware of everything; residents and staff, a holistic perspective; and II. Being analytical, seeing things from a different perspective. The specialized professional knowledge of nursing entails alertness and an overview and to be an analyst which is the essence in the work of RNs in nursing homes and therefore their performance.
    The results indicate the importance of specialized nursing knowledge in the care of the aged in nursing homes and how alertness and professional knowledge should be exercised to meet the needs of residents.
    Key words: Delegation, nursing homes, nursing, quality, registered nurses, staffing, work, work environment.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
  • 7.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jónbjörg.pdf584.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna