EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9986

Title
is

„Hann sá um græjumálin.“ Kynjaskipting á almennum undirbúningi á meðgöngu, skipting fæðingarorlofs og tíminn eftir fæðingarorlof

Submitted
September 2011
Abstract
is

Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að skoða hvernig foreldrar skiptu með sér almennum undirbúningi á meðgöngu, hvort sem það var veraldlegur undirbúningur eða óveraldlegur. Rannsakendur skoðuðu einnig fæðingarorlofstöku foreldra og hvernig skiptingu hennar væri háttað. Að lokum voru foreldrar spurðir út í það hvernig þeir ætluðu að brúa bilið frá lokum fæðingarorlofs og þangað til að barnið hefur leikskólagöngu. Sérstök áhersla var lögð á að skoða mun á kynjunum á þessum fyrr nefndum þáttum. Hálfopin viðtöl voru tekin við fimm pör sem áttu börn á aldrinum fjögurra mánaða til tveggja ára aldurs. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að mæður sáu að mestu leiti um undirbúninginn og sýndu mun meira frumkvæði en feðurnir sem þó voru flestir þeim innan handar og að mestu leiti tilbúnir að taka þátt. Efnahagurinn var það sem skipti mestu máli þegar kom að því að ákveða skiptingu fæðingarorlofsins þar sem í flestum tilfellum var búið að reikna út hvernig pörin gætu hagað hlutunum sem hagstæðast og foreldrarnir skiptu fæðingarorlofinu samkvæmt því. Umhyggja barnsins þann tíma sem leið frá lokum fæðingarorlofs og að upphafi leikskólagöngu var mikið púsluspil fyrir alla foreldrana og treystu þau öll á nærfjölskyldu til þess að hjálpa þeim.

Accepted
09/09/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Guðrún elísa.pdf390KBOpen Complete Text PDF View/Open