ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10118

Titill

Viðskiptavild. Viðskiptavild íslenskra fyrirtækja

Skilað
Október 2011
Útdráttur

Í þessari ritgerð var könnuð viðskiptavild hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum með því að skoða ársreikninga þeirra. Skoðaðar voru breytingar á viðskiptavild milli ára og hlutfall viðskiptavildar af eigin fé hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Þar að auki var skoðað hversu stórt hlutfall óefnislegar eignir eru af heildareignum fyrirtækja. Miðað við tölurnar í ársreikningum þessara fyrirtækja er hægt að sjá að þegar alþjóðlegir reikningsskilastaðlar voru teknir upp hér árið 2005 þá hækkaði viðskiptavildin umtalsvert. Ekki skemmdi það fyrir að á sama tíma var að byrja góðæri. Viðskiptavild fyrirtækjana var mjög lág fyrir árið 2005 en eftir 2005 fór hún að hækka mjög hratt. Hjá sumum fyrirtækjum var viðskiptavildin orðin mun stærri heldur en eigið fé. Þó að fyrirtækjum beri að gera virðisrýrnunarpróf á hverju ári eru ekki mörg dæmi um það að virðisrýrnun hafi verið færð hjá fyrirtækjum á Íslandi. Viðskiptavild hefur fengið mikla gagnrýni upp á síðkastið. Því er haldið fram að fyrirtæki kaupi félög á yfirverði til að geta fengið viðskiptavild til að fegra efnahagsreikninginn. Því miður þá virðist eitthvað vera til í því að minnsta kosti sum fyrirtæki virðast vera að reyna að fegra afkomu sýna til að virka betri fjárfestingarkostur og til að fá fjármögnun frá fjármálafyrirtækjum.

Samþykkt
20.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Viðskiptavild_BS_s... .pdf808KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna