ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10346

Titill

Forsjárdeilumál sem fara fyrir dómstóla. Rannsókn á umfangi og eðli dóma í héraðsdómstólum á Íslandi

Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Rannsókn þessi er um forsjárdeilumál sem fara fyrir dómstóla eftir að sættir foreldra um forsjá eftir skilnað eða sambúðarslit hafa ekki náðst hjá sýslumanni. Markmið rannsóknar-innar er að kortleggja umfang og kanna nánar þennan hóp skilnaðarforeldra og barna þeirra. Þessi hópur hefur ekki verið rannsakaður áður, en með verkefninu er leitast við að afla frekari þekkingar á sviði skilnaðarrannsókna hér á landi. Þess er vænst að niðurstöðurnar hafi í senn fræðilegt nýsköpunargildi og geti nýst fagaðilum, en jafnframt komið að gagni fyrir löggjafa og stefnumótendur. Rannsóknin var tvíþætt: Annars vegar var umfang málanna skoðað hjá öllum átta héraðsdómstólum landsins á árunum 2006–2010, alls 340 og hins vegar eðli mála hjá þremur dómstólum á sama tímabili. Í fyrra tilvikinu var unnið að kortlagningu allra mála. Í síðara tilvikinu var unnið að innihaldsgreiningu á fyrirliggjandi dómum sem voru 101 talsins.
Helstu niðurstöður eru þær að foreldrar sem fara með forsjárdeilur fyrir dómstóla virðast að miklum hluta vera minnihlutahópur í samfélaginu. Það eru aðilar sem eru háðir áfengi eða öðrum vímuefnum, eiga við geðræn vandamál að stríða, beita maka sinn ofbeldi, eru af erlendum uppruna eða að mál þeirra hafa verið til umfjöllunar hjá barnaverndaryfirvöldum. Rætt var við börnin í 59% málanna, en það voru takmarkaðar upplýsingar sem það veitti er varðaði hag barnanna og vilja. Þetta bendir til þess að börn séu ekki nægilega miklir þátttakendur í málum sem snúast um þau sjálf. Þá kom fram að sáttameðferð fagaðila virðist skipta litlu í þessum málum, íslenska sáttamiðlunar¬kerfinu virðist ábótavant í mörgu tilliti og þörf á að skoða það nánar.

Samþykkt
13.12.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsjárdeilumál se... . Rannsókn á umfangi og eðli dóma í héraðsdómstólum á Íslandi.pdf921KBLæst til  31.12.2132 Heildartexti PDF