ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1052

Titill

Þekkingarauður fyrirtækja á Íslandi

Útdráttur

Notkun þekkingarstjórnunar hefur verið að breiðast út síðastliðin ár í heiminum. Sífellt fleiri fyrirtæki eru farin að huga að þekkingu starfsmanna sinna og hvernig hægt sé að nýta þennan þekkingarauð til að ná samkeppnisforskoti á markaði.
Þekking er mikilvægt vopn í því að koma fram með sífelldar nýjungar á markaði. Með auknum nýjungum geta fyrirtæki styrkt stöðu sína.
Gerð var könnun á notkun þekkingarstjórnunar í fyrirtækjum í fiskvinnslu og tölvuþjónustu/ráðgjöf. Ekki reyndist þó unnt að bera saman notkun þekkingarstjórnunar í starfsgreinunum tveimur, eins og lagt var af stað með, þar sem fá fyrirtæki í fiskvinnslu nýta sér aðferðir þekkingarstjórnunar.
Fyrirtækin voru yfirleitt farin að huga að duldri þekkingu og hvernig best væri að ná henni fram. Opinber þekking er einnig nýtt og hefur henni verið komið á innra net fyrirtækja.
Mörg atriði komu fram varðandi ávinning sem fyrirtæki töldu sig hafa af notkun þekkingarstjórnunar og mætti þar nefna betri samkeppnishæfni, aukin skilvirkni, hæfara starfsfólk og bætt samskipti við viðskiptavininn.
Heildar niðurstaða könnunarinnar var að fyrirtækin sem nýta sér þekkingarstjórnun gera það vel og nýta þá möguleika sem þessi aðferð bíður upp á til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2002


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
thekkingaraudur.pdf1,87MBTakmarkaður Þekkingarauður fyrirtækja á Íslandi - heild PDF  
thekkingaraudur_e.pdf398KBOpinn Þekkingarauður fyrirtækja á Íslandi - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
thekkingaraudur_h.pdf430KBOpinn Þekkingarauður fyrirtækja á Íslandi - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
thekkingaraudur_u.pdf359KBOpinn Þekkingarauður fyrirtækja á Íslandi - útdráttur PDF Skoða/Opna