ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10733

Titill

Lykillinn að forystu: Hver eru áhrif Dale Carnegie þjálfunar á þróun leiðtogahæfileika?

Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um grundvallaratriði forystu og hvernig þjálfa megi forystuhæfileika með þjálfunaraðferð Dale Carnegie. Rannsóknarhluti hennar er unninn í samstarfi við Dale Carnegie þjálfun á Íslandi.
Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Fyrri hluti hennar er fræðilegur og fjallar um hugtakið forystu og þau einkenni sem leiðtogi þarf að búa yfir. Farið verður yfir hvers konar þjálfunaraðferðir megi notast við þegar kemur að þjálfun leiðtoga en sérstök áhersla er lögð á Dale Carnegie þjálfun. Í lok fræðilega hlutans er gert grein fyrir þeim kenningum innan forystufræðanna sem tengja má að einhverju leyti við hugmyndafræði Dale Carnegie. Seinni hluti ritgerðarinnar samanstendur af rannsókn sem unnin var í samstarfi við Dale Carnegie þjálfun á Íslandi, niðurstöðum hennar og frekari umfjöllun. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar sem voru jafnframt tengdar viðfangsefninu og eru þær eftirfarandi:
Hver eru áhrif Dale Carnegie þjálfunar að loknu námskeiði?
Eiga einstaklingar auðveldara með að gegna hlutverki leiðtoga að loknu námskeiði?
Til að leita svara við rannsóknarspurningunum var útbúinn spurningalisti sem sendur var með tölvupósti á fyrrum þátttakendur Dale Carnegie námskeiðs. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að Dale Carnegie þjálfun eflir þá eiginleika sem áhrifaríkur leiðtogi þarf að búa yfir. Meirihluti þátttakenda töldu sig hæfari til að gegna hlutverki leiðtoga að námskeiði loknu. Niðurstöður sýndu einnig að stærstur hluti þátttakenda töldu námskeiðið hafa verið góða fjárfestingu og voru mjög ánægðir með námskeiðið í heild. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar má ætla að hugmyndafræði Dale Carnegie sé gild og árangursrík aðferð til að þjálfa leiðtogahæfileika.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
26.1.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lykillinn að forystu.pdf1,85MBOpinn  PDF Skoða/Opna