ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10960

Titill

Barnamenningarhús : andleg öndunarvél? : er nauðsynlegt að setja á stofn sérstakt hús undir barnamenningu?

Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Þessi rannsókn fjallar um stöðu barnamenningar á Íslandi, einkum hvort þörf sé á sérstöku barnamenningarhúsi. Ef svo er hvert eigi hlutverk og markmið þess að vera. Ritgerðin byggir að mestu á viðtölum við átta einstaklinga sem vinna að barnamenningu, eru frumkvöðlar á sínu sviði eða hafa verið virkir í umræðu um stofnun barnamenningarhúss. Skýrsla Sigurðar Valgeirssonar Á að stofna barnamenningarhús á Íslandi? sem unnin var fyrir Samtök um barnamenningarstofnun og kom út í júní 2004 var höfð til hliðsjónar við ritunina. Hugmyndir fólks um hlutverk barnamenningarhúss eru misjafnar, margir telja að barnamenningarhús eigi fremur að vera afþreyingarhús fyrir fjölskyldur meðan aðrir einblína á faglegt starf hússins og þann stuðning sem það getur veitt barnamenningu. Þar með er komið að kjarna ritgerðarinnar, að rannsaka hvers konar barnamenningarhúsi er þörf á.
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að mikil þörf sé á stofnun barnamenningarhúss. Nú þegar er barnamenningu vel sinnt af fjölmörgum aðilum en þrátt fyrir það fer lítið fyrir hlutverki barnamenningar í menningarstefnu ríkisins. Hún kemur fyrir í menningarstefnu Reykjavíkur og Akureyrar en hún þyrfti að vera mun fyrirferðarmeiri. Það er samdóma álit allra viðmælenda að barnamenningarhús á ekki að taka frá því sem nú þegar rennur til barnamenningar. Hlutverk þess á miklu frekar að vera styðjandi og hefja barnamenningu vel upp á æðra plan með faglegu starfi sínu og samstarfi við þá sem þegar sinna barnamenningu. Þá er gott að hafa í huga menningarstefnur annarra norrænna þjóða þar sem þeirra stefna er að börn eigi skilið það besta og börn eigi að njóta þess besta.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð til 2013

Samþykkt
19.3.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Edvald_Einar_Barna... .pdf451KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna