ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Lokaverkefni í lagadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10964

Titlar
  • Mannorðsmorð á mettíma : Hallar á rétt manna til friðhelgi einkalífs undir formerkjum tjáningarfrelsis í tengslum við nafngreiningu grunaðra aðila í fjölmiðlum og öðrum miðlum?

  • en

    Reputation murder in record time

Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Nafngreining grunaðra aðila í fjölmiðlum og netmiðlum hefur færst í vöxt á síðustu árum og sérstaklega eftir efnahagskreppuna sem skall á Íslandi haustið 2008. Það þykir ekkert tiltökumál að nafngreina grunaða aðila nú til dags þrátt fyrir löggjöf sem verndar mannorð og æru manna. Þjóðþekktar persónur eru túlkaðar af dómstólum með skertari einkalífsvernd en almenningur og hvergi í lögunum er þessa skertu einkalífsvernd að finna. Afsal á mannhelgi fær ekki staðist lög landsins. Samkvæmt stjórnarskrá skal hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Blaðamannafélag Íslands starfar eftir tilteknum siðareglum og fjölmiðlar þurfa að lúta lögum nr. 38/2011. Lýðræði á Íslandi hefur breyst í kjölfar þess hve samfélagsmiðlar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og ljóst er að fjölmiðlar sem gjarnan eru kallaðir fjórða valdið er orðið sterkt afl sem þarf að skorða á skýran hátt svo ekki sé mögulegt að ærumeiða einstaka þegna. Smánarrefsingar í formi nafngreininga grunaðra aðila í samfélagsmiðlum ætti einnig að hindra svo ekki komi til ærumissis aðila. Sú ábyrgð að ákveða hvort nafngreining eigi sér stað í fjölmiðlum og netmiðlum er nú lögð á ritstjóra og/eða varpstjóra fjölmiðlanna sem verður að teljast óviðunandi ástand. Það er einkalífsréttur aðstandenda þolenda sem kallar óneitanlega á skorðun með löggjöf sem takmarkar tjáningarfrelsið á þann hátt að skýrt sé kveðið á um að lögbann geti verið sett á nafngreiningu grunaðra aðila í fjölmiðlum og öðrum miðlum eða þá að ábyrgð á endanlegri ákvörðun um birtingu sé hjá óvilhöllum ábyrgðaraðilum sem hafa þekkingu á lagalegum mörkum tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs.

Athugasemdir

Viðaukar eru lokaðir

Samþykkt
22.3.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS-ritgerð-BAV-Ske... .pdf936KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna
Viðaukar-BSritgerð... .pdf371KBLokaður Fylgiskjöl PDF