ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11033

Titill

Jafnræðisregla við úthlutun byggðakvóta

Skilað
Apríl 2012
Útdráttur

Allt frá ómunatíð munu Íslendingar hafa nýtt sér þær auðlindir sem hafið hafði upp á að bjóða. Engar takmarkanir til veiða voru að finna og var aðgangur manna til veiða frjáls, enda voru stofnarnir stórir. Með aukinni útgerð minnkuðu þessir stofnar og leita varð lausna til að sporna við að ákveðnar tegundir yrðu ofveiddar. Fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp með lagasetningu sem tók gildi 1984, en árið 1990 varð núverandi mynd fiskveiðistjórnunarkerfisins til, sbr nú lög nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í þeim lögum er að finna heimild sjávarútvegsráðherra til að færa aflaheimildir til byggðalaga sem eiga á brattann að sækja. Um er að ræða byggðakvóta sem kemur fram í 10. gr. laganna.
Markmiðið með þessari ritgerð er að rýna í ferli úthlutunar byggðakvótans ásamt því að skoða hvort jafnræðis sé gætt við úthlutunina sjálfa. Í fyrstu tveimur köflum ritgerðarinnar er vikið að setningu fiskveiðistjórnunarkerfisins ásamt setningu byggðakvótans. Í þriðja kafla ritgerðarinnar tekur við fræðileg umfjöllun á jafnræðisreglunni. Í fjórða kafla ritgerðarinnar verður farið í úthlutun byggðakvótans með hliðsjón af jafnræðisreglunni. Þá er nánar vikið að aðkomu sveitarstjóna við úthlutun, mat stjórnvalda og ákvörðunarvald ráðherra í þeim efnum. Einnig verður vikið að málsmeðferð við tillögur sveitarstjórna ásamt hlutverki Fiskistofu við úthlutunina. Niðurstöður verða svo dregnar saman í lok ritgerðarinnar.

Samþykkt
13.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Dagbjört_Jónsdóttir.pdf226KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna