ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11130

Titlar
  • Stýrir CCP vörumerkinu EVE Online á markvissan hátt miðað við það sem fræðin tiltaka um lykilþætti í slíkri stjórnun?

  • en

    Does CCP direct the brand EVE Online efficiently according to theories on key components in such management?

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Markmið þessa verkefnis er að fjalla um vörumerkjastjórnun tölvuleikjafyrirtækisins CCP á vörumerkinu EVE Online og kanna hvort CCP stýri vörumerkinu á markvissan hátt miðað við það sem fræðin tiltaka um lykilþætti í slíkri stjórnun. Fjallað er um helstu hugtök vörumerkjastjórnunar og þau tengd við aðferðir CCP við stýringu vörumerkisins EVE Online.
Höfundur gerði úrtakskönnun með megindlegri rannsóknaraðferð þar sem könnuð var vitund almennings um vörumerkið auk einkenna, stöðu og virðis þess. Tekið var viðtal við stofnanda og hugmyndasmið CCP og hönnuð myndmerkis EVE Online, Sigurð Reyni Harðarson, og niðurstöður viðtalsins bornar saman við niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar. Í megindlegu rannsókninni voru þátttakendur spurðir spurninga á borð við hvað kæmi upp í hugann þegar þeir sæju myndmerki EVE Online til þess að kanna stöðu þeirra gagnvart merkinu og ímynd þess í huga þeirra. Þátttakendur voru einnig m.a. spurðir hversu vel eða illa þeir þekktu vörumerkið EVE Online til þess að kanna vitund þeirra um vörumerkið.
Könnunin, sem framkvæmd var með hentugleikaúrtaki, leiddi í ljós að mikil vitund er bæði meðal karla og kvenna um vörumerkið en vitund karla var þó talsvert meiri en kvenna. Karlar voru einnig almennt jákvæðari út í vörumerkið en konur. Könnunin leiddi einnig í ljós að þátttakendur þekktu merkið fyrst og fremst af umfjöllun og auglýsingum í fjölmiðlum.

Samþykkt
27.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Birna Hardardottir-B.S. Ritgerð.pdf1,56MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna