ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11226

Titill

Kauphegðun í millilandaflugi

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Þessi ritgerð er skrifuð með það markmið í huga að finna út hverjir eru helstu áhrifaþættir hjá fólki þegar að því kemur að velja sér flugfélag til að ferðast með í millilandaflugi. Til að byrja með er farið yfir hvað kauphegðun er og hverjir eru helstu áhrifaþættir hennar, þ.e. menningarlegir-, félagslegir-, persónulegir- og sálfræðilegir þættir. Því næst er farið yfir kaupákvörðunarferlið, þ.e. hver skilgreind hegðun neytenda er þegar kemur að því að kaupa sér vörur og/eða þjónustu. Í þeim kafla verður farið ítarlega í hvernig ferlinu er skipt niður, sem og að þarfapíramídi Maslows verður kynntur. Einnig verður farið yfir hverjir þátttakendur eru í ferlinu og hvernig hlutverkum þeirra er skipt niður. Þar á eftir verður farið yfir vörumerkjatryggð, áhrif hennar á kauphegðun sem og farið verður inná aðra þætti sem hafa áhrif á kaupákvörðunarferlið. Því næst verður fjallað um kauphegðun í millilandaflugi, niðurstöður erlendra rannsókna á því sviði og hvaða þættir það eru sem skipta máli við kaup á flugi. Næst verður farið yfir könnun sem rannsakandi framkvæmdi um kauphegðun í millilandaflugi og niðurstöður hennar útlistaðar. Að lokum er svo umræðukafli þar sem samanburður er gerður á niðurstöðum rannsakanda og erlendra rannsókna.
Rannsakandi framkvæmdi könnun meðal samnemenda um hver kauphegðun þeirra í millilandaflugi sé. Könnunin var send út á tölvupóstföng háskólanema við Háskóla Íslands á tímabilinu 14. til 15. mars 2012. Helstu niðurstöður þessa verkefnis er að verð er einn helsti áhrifaþáttur þegar um kaup á flugmiða er að ræða. Aðrir áhrifaþættir eru áfangastaðurinn og sætarými, þ.e. þægindi. Matarþjónusta, drykkjarþjónusta, afþreyingarefni um borð og vildarklúbbar hafa ekki mikil áhrif á val háskólanema þegar kemur að því að velja millilandaflugfélag.

Samþykkt
2.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kauphegðun í milli... .pdf513KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna