ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11230

Titill

Öryggi á golfvöllum. Hætturnar leynast víða

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Golf íþróttin er geysivinsæl, en árlega spila um 50 - 60 milljónir manns golf víðsvegar um heiminn (Vitello, 2008). Hingað til hefur lítið verið fjallað um slysahættu í golfi, en árlega leita um 40.000 Bandaríkjamenn sér aðstoðar vegna höfuðáverka sem þeir hafa hlotið í golfi (Smith, 1999). Engin vörn fyrir slíkum áverkum er til á golfmarkaðnum eins og er. Padded Caps eru golfderhúfur sem veita höfuðvernd. Rannsakað var með megindlegri rannsóknaraðferð hvort það leynist hættur á golfvelli, hvort golfiðkendur skynji þá hættu sem þeir eru mögulega í á golfvellinum og hvort þeir hafi áhyggjur af henni. Athugað var hvort golfiðkendur hefðu áhuga á að ganga með golfderhúfu með höfuðvernd. Niðurstöður sýndu að golfiðkendur telja sig vera í lítilli hættu þegar þeir spila golf, en hafa samt mikinn áhuga á að verja sig. Mögulegar leiðir til að koma vörunni á markað er með notkun hræðsluáróðurs, tengja vöruna við þekktan golfvöruframleiðanda og nýta samfélagsmiða vel.

Samþykkt
2.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
_MSc_OskarIngiGudj... .pdf1,22MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna