ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11368

Titill

Áhrif stefnubreytingar á mannauðsstjórnun fámenns fyrirtækis

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Markmið þessa lokaverkefnis sem lagt er fram til meistaraprófs í mannauðsstjórnun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands er að kanna áhrif stefnubreytingar á mannauðsstjórnun hjá litlu fjarskiptafyrirtæki.
Til að framkvæma slíka könnun var leitað svara við eftirfarandi spurningum: Í fyrsta lagi „hefur breytt stefna áhrif á mannauðsmál fyrirtækisins?“ og í öðru lagi „er hægt að beita aðferðum mannauðsstjórnunar í fámennu fyrirtæki?“ Til að svara spurningunum var beitt fræðilegri greiningu á hlutverki mannauðsstjóra, aðferðum til stefnumótunar og stefnumiðuðu árangursmati. Auk þess var framkvæmd eigindleg viðtalsrannsókn á stjórnun söluvera, en aukin áhersla á sölustarf er talið af stjórnendum vera lykilatriði í farsælli aðkomu á nýjan markað.
Helstu niðurstöður eru þær að ekki er hægt að hafna fyrri rannsóknarspurningu því stefnubreyting krefst þess að, að minnsta kosti, einn aðili sérhæfi sig í sölustarfsemi á einstaklingsmarkaði. Til að styrkja sölustarfsemi var einnig kannaður sá möguleiki að leita samstarfs við Vinnumálastofnun sem býður upp á möguleikann á að niðurgreiða laun nýrra starfsmanna sem nemur lágmarkslaunum þeirra.
Þegar leitað var svara við seinni rannsóknarspurningu kom í ljós að ekki var heldur hægt að hafna henni því fara þarf í ráðningarferli og innleiða árangursmat sem tengt er verkefnum hinna nýju sölumanna. Það er þó dregin í efa þörf fyrirtækisins á öðrum stjórnanda vegna stærðar fyrirtækisins en í dag telur það þrjá starfsmenn.
Lykilhugtök ritgerðar eru: Stefnumiðað árangusmat, mannauðsstjórnun og sölustjórnun.

Samþykkt
4.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hjörleifur Ragnarsson.pdf1,49MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna