ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Sviðslistadeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11784

Titill

Dramatíska verkið Jarðskjálftar í London : harmleikur í anda Aristótelesar? Epískt verk í anda Bertolt Brechts eða kannski tragískt epískt leikrit?

Skilað
Febrúar 2012
Útdráttur

Jarðskjálftar í London er glænýtt leikrit eftir ungan breskan höfund, Mike Bartlett.
Leikritið er tragískt en það einkennist einnig af ótal uppbrotum og er öðruvísi byggt upp
en mörg önnur leikverk. Ég mun fara yfir atburðarás verksins með áherslu á Freyju,
aðalpersónu verksins, áður en ég byrja að rannsaka og greina verkið.
Í ritgerðinni rannsaka ég hvort leikritið geti flokkast undir það að vera harmleikur í anda Arístótelesar. Ég nota kenningar Aristótelesar til að kanna hvort aðalpersóna verksins gæti verið tragísk hetja. Til þess að hún sé það verður hún að uppfylla skilyrðin þrjú sem leiða til kaþarsis. Kaþarsis verður að vera til staðar til þess að verkið geti flokkast undir harmleik. Kaþarsis er þó umdeilt hugtak sem ég mun leitast við að skilgreina eftir bestu getu.
Til að dýpka rannsóknina greini ég verkið út frá kenningum Bertolt Brechts.
Bertolt Brecht setti upp töflu sem lýsir áherslumunum á dramatísku leikhúsi og epísku
leikhúsi. Ég mun greina verkið skref fyrir skref með töfluna til hliðsjónar og nota verkið
sjálft til að rökstuðnings.

Samþykkt
23.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf172KBLokaður Heildartexti PDF