ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12064

Titill

Opin svæði í þéttbýli: Notkun, viðhorf og flokkun

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Í borgarskipulagi hefur á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á opin svæði og á mikilvægi þeirra í lífi fólks. Þrátt fyrir ört stækkandi rannsóknasvið erlendis hafa fáar rannsóknir verið unnar á því sviði á Íslandi. Allar skipulagsáætlanir byggja á flokkun landnotkunar en ekkert samræmt flokkunarkerfi hefur verið í notkun í Reykjavík yfir opin svæði hingað til.
Meginmarkmið þessarar rannsóknar eru þrjú. Í fyrsta lagi verða skoðuð ýmis erlend flokkunarkerfi fyrir opin svæði. Í öðru lagi verða notkun og viðhorf íbúa til opinna svæða í tveimur hverfum í Reykjavík könnuð og niðurstöðurnar bornar saman við flokkunarkerfi það sem nú er stuðst við í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Þriðja markmiðið er síðan að gera tillögu að nýju flokkunarkerfi byggðu á erlendum flokkunarkerfum og endurspegli notkun og viðhorf fólks til þeirra.
Rannsóknarspurningarnar voru fjórar: „Hvernig flokkunarkerfi væri best að nota í Reykjavík?”, „Hvernig nota íbúar opin svæði?, „Hvert er viðhorf þeirra til svæðanna?” og „Hvernig lýsa þeir svæðunum?” Athugað var hvernig hægt væri að nýta sér niðurstöður úr viðtalsrannsókn til þess að ákvarða hvernig flokkunarkerfi væri best að nota á opin svæði í Reykjavík.
Safnað var upplýsingum um flokkunarkerfi sem notuð eru í Bretlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Farið var yfir þau og einkenni þeirra skoðuð. Viðtöl voru síðan tekin við tuttugu íbúa í Vesturbæ og tíu íbúa Hlíðahverfi í Reykjavík um notkun þeirra og viðhorf til opinna svæða og niðurstöðurnar bornar saman við ofangreind flokkunarkerfi.
Niðurstöðurnar úr viðtalsrannsókninni sýndu að flokkunarkerfi Reykjavíkurborgar henti ekki þegar skoða á hvernig íbúar nota svæði og hvaða viðhorf þeir bera til svæðanna. Huga þarf að nýju kerfi sem byggir á rannsóknum og sýnir notkun og viðhorf íbúa.

Samþykkt
7.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
HildurGunnlaugs.pdf4,69MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna