ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Ráðstefnurit>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12374

Titill

„Indæl“ markmið en ógerningur að sinna þeim öllum : list- og verkgreinar : áætlað umfang og nýting námskráa við undirbúning kennslu

Útgáfa
2011
Útdráttur

Í greininni er sagt frá fyrstu niðurstöðum rannsóknar á list- og verkgreinum. Fjallað er annars vegar um áætlað umfang greinanna út frá fjölda sérhæfðra kennara og með hliðsjón af viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár grunnskóla. Hins vegar er umfjöllun um nýtingu list- og verkgreinakennara á aðalnámskrá og skólanámskrá við undirbúning kennslu og hópur list- og verkgreinakennara borinn saman við aðra kennara í þeim efnum. Rannsóknin er unnin í tengslum við rannsóknina Starfshættir í grunnskólum. Tuttugu grunnskólar í fjórum sveitarfélögum tóku þátt í rannsókninni og er hér unnið úr spurningalistum til starfsmanna og hópviðtölum við list- og verkgreinakennara. Niðurstöður bentu til að fjöldi sérhæfðra list- og verkgreinakennara í skólunum væri ekki í samræmi við þann lágmarkstíma sem greinunum er ætlaður í aðalnámskrá grunnskóla. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að aðeins um 59% list- og verkgreinakennara studdust að öllu eða miklu leyti við aðalnámskrá við undirbúning kennslu að hausti og að þeir studdust síður við aðal- og skólanámskrá en aðrir kennarar skólanna. Jafnframt kom fram að list- og verk-greinakennarar höfðu kennt lengur í viðkomandi skólum en aðrir kennarar.

Birtist í

Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011

Samþykkt
27.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
kristinaol.pdf395KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna