ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Tækni- og verkfræðideild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12471

Titill

Áhrif hraðaþjálfunar á hlaupahraða knattspyrnumanna

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Hlaupahraði er mikilvægur fyrir hinar ýmsu íþróttagreinar. Í íþróttagreinum sem krefjast hæfni á öðrum sviðum en eingöngu hlaupahraða, t.d. hvað varðar þol, tækni og leikskilning er mikilvægt að finna skilvirkar aðferðir til þess að auka hraða íþróttamannanna. Hraðaþjálfunin má auk þess ekki taka of mikinn tíma eða orku frá þjálfun annarra þátta. Þetta verkefni fjallar um niðurstöður af fimm vikna spretthlaupsþjálfun tveggja knattspyrnuliða. Hvoru liði fyrir sig var skipt í tvo hópa, tilraunahóp og viðmiðunarhóp. Tilraunahópur var látinn hlaupa tíu spretti tvisvar sinnum í viku og framkvæmdar voru mælingar á 30 metra spretthlaupi við upphaf rannsóknar svo og við lok. Rannsakandi mætti á æfingar hjá liðunum og tók við tilraunahóp eftir sameiginlega upphitun liðs og lét þá taka tíu spretti á tíu mínútum úr kyrrstöðu. Helstu niðurstöður voru þær að marktækur munur var á bætingu tilraunahóps Leiknis sem bætti sig úr meðaltímanum 4,21 sek í 4,15 sek, p<0,05. Ekki var munur á öðrum hópum. Þessar niðurstöður má túlka á þann veg að 20 mínútna aukaleg hraðaþjálfun á viku geti bætt hlaupahraða knattspyrnumanna.

Samþykkt
2.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Halldór Lárusson T... .pdf388KBLokaður Heildartexti PDF