ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12659

Titlar
  • Atvinnuleysi og átaksverkefni fyrir atvinnulausa á Vesturlandi : er árangur af Frumkvöðlasmiðju?

  • en

    Unemployment and programmes for unemployed people in Vesturland : is there a success of entrepreneurship programmes?

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Viðfangsefni þessa verkefnis er að rannsaka hvort átaksverkefni á Vesturlandi, og þá einkum Frumkvöðlasmiðja, beri árangur. Gerð var rannsókn á meðal einstaklinga sem tóku þátt í Frumkvöðlasmiðju á Vesturlandi og eru niðurstöður hennar kynntar. Farið er yfir þau úrræði sem í boði eru á Vesturlandi fyrir atvinnuleitendur, þó að árangur þeirra hafi ekki verið skoðaður sérstaklega. Höfundur hefur starfað fyrir Símenntunarmiðstöð Vesturlands við verkefni fyrir atvinnuleitendur og hafði áhuga á kanna hvort þau skili árangri.
Höfundur kynnti sér atvinnuleysi á Íslandi, einkum á Vesturlandi, og afleiðingar þess á einstaklinga, einnig voru úrræði og átaksverkefni fyrir atvinnulausa skoðuð nánar. Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Vinnumálastofnun hafa verið í samvinnu í nokkur ár og hafa sett á laggirnar ýmis úrræði fyrir atvinnuleitendur sem hafa gefist misvel. Rannsókn sem náði til þeirra sem tóku þátt í Frumkvöðlasmiðju eru gerð skil, þar er farið yfir tilgang, aðferð og markmið námskeiðanna. Að lokum eru niðurstöðurnar kunngerðar þar sem kemur fram að þátttakendur í Frumkvöðlasmiðju lærðu heilmikið um allt sem snýr að því að virkja hugmyndir og koma á stofn rekstri. Þetta var þó ekki námskeið sem einstaklingar höfðu almennt skráð sig á að eigin frumkvæði en töldu það koma skemmtilega á óvart. Lokaniður-staða verkefnisins var sú að Frumkvöðlasmiðja á fullt erindi sem úrræði fyrir atvinnu-leitendur. Þetta á sérstaklega við þá einstaklinga sem hafa litla eða enga menntun að baki. Á námskeiðinu er beitt kennsluaðferðum sem höfðar til breiðs hóps og styrkir þá einstaklinga sem námskeiðið sóttu.

Samþykkt
31.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
B Sc_Ragnheiður_Si... .pdf1,79MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna