ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12727

Titill

Annað tækifæri - í nám að nýju. Reynsla og líðan fullorðinna kvenna með litla formlega menntun sem hefja nám að nýju

Skilað
Júní 2008
Útdráttur

Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að kanna ástæður þess að fullorðnar konur með litla formlega menntun hefja nám að nýju eftir langt hlé og skoða hvaða hindrunum þær mæta við þróun á náms- og starfsferli sínum. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að auka menntun þeirra á vinnumarkaði sem minnstu hafa og því er mikilvægt að fá sem gleggsta mynd af líðan kvennanna við þessar aðstæður sem geta orðið til gagns við mótun námsleiða og stuðningsúrræða fyrir þær. Rannsóknargagna var aflað með þátttökuathugun og viðtölum við sjö konur á aldrinum 41- 58 ára, sem höfðu hafið nám og einnig var talað við einn náms- og starfsráðgjafa. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sína að þrýstingur frá umhverfinu um aukna menntun hefur afgerandi áhrif á ákvörðun um frekara nám og telja konurnar að námið sé forsenda þess að þær geti bætt stöðu sína á vinnumarkaði eða hafi von um betra eða þægilegra starf. Þær hindranir sem þær upplifa helstar við þróun náms- og starfsferils eru hefðbundin kynhlutverk s.s. umönnun fjölskyldu og barna og lítil trú á eigin hæfni. Niðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að til séu námsúrræði fyrir fullorðna og einnig hve hlutverk náms- og starfsráðgjafa er mikilvægt bæði til upplýsingagjafar um námsleiðir en ekki síður til að veita hvatningu og stuðning þegar farið er í nám á fullorðinsárum.

Samþykkt
13.8.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Annað tækifæri- Me... .pdf610KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna