ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12823

Titill

Bárðar saga Snæfellsáss í grenndarkennslu með hliðsjón af fjölgreindakenningu Howard Gardners

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Bárðar saga Snæfellsáss er Íslendingasaga sem tengist Snæfellsnesi og fjallar um Bárð Snæfellsás sem kominn er af risa- og tröllaættum. Hann sigldi til Íslands, nam land við Snæfellsnes og settist þar að ásamt samferðafólki sínu. Í umhverfinu er margt sem hefur áhrif á það hvernig við þroskumst og því er mikilvægt fyrir okkur að þekkja og skilja umhverfi okkar. Til að efla þekkingu og skilning nemenda á umhverfismálum heimsins er best að byrja á því sem er næst þeim og víkka svo sjóndeildarhringinn smám saman.

Athugasemdir

Þetta lokaverkefni er um það hvernig nýta má Bárðar sögu Snæfellsáss í grenndarkennslu á yngsta- og miðstigi. Því fylgir endursögn á þeim hluta sögunnar sem gerist á Snæfellsnesi og hugmyndabanki að verkefnum sem tengjast efni, umhverfi og sögusviði Bárðar sögu. Til þess að gera kennsluna fjölbreyttari og koma til móts við mismunandi þarfir nemenda verður höfð hliðsjón af fjölgreindakenningu Howard Gardners, sem gerir ráð fyrir að hæfileikinn til að leysa verkefni byggi á átta mismunandi en þó samtengdum greindum.

Samþykkt
5.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaverkefni khgpdf.pdf742KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna