ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12824

Titill

Skólatækni : vefur til hjálpar kennurum við upplýsingatækni í kennslu

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Þetta lokaverkefni til bakkalárprófs felst í gerð vefseturs ásamt þeirri greinargerð sem hér fer á eftir. Með vefsetrinu er leitast við að hjálpa kennurum sem vilja nýta upplýsingatækni í kennslu. Vefurinn birtir upplýsingar um ýmsar lausnir sem standa kennurum til boða og leiðir til að nýta þær við nám og kennslu. Meginmarkmið þessarar greinargerðar er að ígrunda þörf fyrir vefsetur þar sem kennarar hafa aðgang að hjálp og hugmyndum um hvernig þeir geti notað upplýsingatækni í kennslu en einnig er leitast við að lýsa vefnum sem höfundur hefur skipulagt, hannað og birt. Athuganir höfundar benda til að mikill hluti kennara nýti sér ekki upplýsingatæknina að fullu í kennslu þó að möguleikar til að nýta hana hafi vaxið mikið á liðnum árum. Þá eru nemendur í nútímasamfélagi orðnir til muna tæknivæddari en áður var og alast flestir upp við stafræna miðlun upplýsinga. Athygli er beint að þeirri spurningu hvers vegna kennarar nýta sér ekki tæknina meira en rannsóknir þykja sýna að ef kennarar eru óöruggir gagnvart tilteknum aðferðum eða tækni séu þeir ólíklegri til að nýta sér þær aðferðir í kennslu. Önnur rannsókn sýndi að eitt af því sem telst nauðsynlegt til að kennarar geti nýtt sér vel tæknina í kennslu er að þeir deili upplýsingum hver með öðrum, uppfæri sína eigin þekkingu og kennsluaðferðir og gæti þess að staðna ekki í starfi. Vefurinn sem hér fylgir var hannaður með þetta í huga.

Samþykkt
5.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Skolataekni-Vefur ... .pdf9,07MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna