ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13035

Titill

Afstaða íslenskra sósíalista til lýðræðis í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar 1944

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um afstöðu íslenskra sósíalista til lýðræðis á árunum í kringum og í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar 1944. Út frá lýðræðiskenningum um beint lýðræði og fulltrúalýðræði er orðræða, stefna og aðgerðir íslenskra sósíalista skoðaðar og spurt hvort íslenskum sósíalistum tókst að flétta saman kommúnisma og lýðræði. Litið er til sögulegra þátta eins og lýðræðishefðar íslensku þjóðarinnar og hvaða áhrif hún hafði á starf íslenskra sósíalista. Til athugunar er tekið stjórnmálastarf Kommúnistaflokks íslands og Sósíalistaflokksins, þátttaka flokkanna í þingstarfi og í ríkisstjórn og hvort þátttaka í þingstjórnarfyrirkomulagi samrýmdist hinni marxísku kenningu og lenínísku flokksskipulagi. Þá er fjallað um afstöðu íslenskra sósíalista til þjóðhöfðingjans, þjóðaratkvæðagreiðslna og þjóðfunda í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar.
Helstu niðurstöður eru þær að þrátt fyrir alvarlegar mótsagnir milli lýðræðislegra grunnþátta og kommúnisma, hafi íslenskir sósíalistar á þessum árum að miklu leyti tekið þátt í hinu lýðræðislega ferli af heilindum og í verki hafi þeir átt markvert framlag til lýðræðisþróunar í landinu, t.d. með baráttu sinni fyrir rýmkun kosningaréttar, þjóðkjörnum forseta, og þjóðaratkvæðagreiðslum. Skilyrðislaus hollusta íslenskra sósíalista við alræðisstjórn Sovétríkjanna verður þó til þess að rýra trúverðugleika þeirra sem talsmenn lýðræðis.

Samþykkt
14.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þórarinn Snorri Si... .pdf592KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna