ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13134

Titlar
  • Hönnun á sterku vörumerki. Rannsókn á uppbyggingu vörumerkisins Icelandair

  • en

    Designing a strong brand. Research on the brand Icelandair

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Vörumerki hafa verið til óralengi. Framleiðendur nota vörumerki til aðgreiningar á vörum og þjónustu samkeppnisaðila sinna. Mikilvægt er að unnið sé rétt að uppbyggingu vörumerkja og farið sé eftir þeim fræðum sem liggja að baki árangursríku vörumerki. Að mörgu þarf að huga þegar kemur að hönnun og nafngift vörumerkis. Ímynd vörumerkis hefur jafnan mikið um það að segja hvort vörur og þjónusta sem tengjast því njóta velgengni eða ekki. Það gefur því auga leið að mikil verðmæti felast í árangursríku vörumerki og getur það sem slíkt verið ein verðmætasta eign fyrirtækja.
Í þessari ritgerð er vörumerkið Icelandair, tekið fyrir og það rannsakað út frá kenningum um vörumerkjasetningu. Icelandair er eitt sterkasta íslenska vörumerkið og fer vegur þess á alþjóðavettvangi ört stækkandi. Farið verður yfir sögu fyrirtækisins, tengsl þess við Ísland og aðferðir þess í markaðssetningu. Tilgangur ritgerðarinnar er að komast að því hvort Icelandair fylgi hefðbundnum fræðum um markaðssetningu í vörumerkjastjórnun sinni. SVÓT-greining á vörumerkinu og greining á styrkleikum og aðgreiningarþáttum vörumerkisins út frá CCBE líkaninu verða gerðar með því markmiði að varpa ljósi á samkeppnisforskot fyrirtækisins á íslenskum og erlendum markaði.

Samþykkt
20.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Rakel_Gunnarsdótti... .pdf730KBLæst til  1.1.2030 Heildartexti PDF