ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13156

Titill

Yfirtaka greiðslukortanna. Val hins íslenska neytanda á greiðslumiðlum

Skilað
September 2012
Útdráttur

Þó saga greiðslumiðlunar á Íslandi teygi anga sína margar aldir aftur í tímann, hefur hún þróast mikið á síðustu áratugum og notkun greiðslumiðla í dag verður að teljast gjörólík því sem tíðkaðist fyrir 20 árum síðan.
Meginástæðan fyrir efnisvali þessarar ritgerðar er búseta höfundar í tveimur löndum Vestur-Evrópu þar sem hann komst fljótt að því að notkun greiðslumiðla hinna ýmsu Evrópuríkja er gríðarlega frábrugðin því sem við þekkjum á okkar fámenna skeri. Höfundi finnst einnig vanta opnari umræðu og gagnrýnni hugsun á notkun greiðslumiðla, hvaða þjónustugjöld fylgja þeim ofl.
Í ritgerðinni verður í upphafi rakin saga greiðslumiðla á Íslandi og stiklað á stóru um sögu íslenska gjaldmiðilsins allt frá árinu 1778 til dagsins í dag. Einnig verður farið yfir þróun rafrænna gjaldmiðla sem hafa síðustu árin margfaldast í umsvifum sökum hraðvirkrar tæknivæðingar.
Í öðrum hluta ritgerðarinnar verður rýnt í tölfræðina í kringum greiðslumiðlun á Íslandi og reynt að lesa í hana að einhverju leyti. Einnig verður leitast við að útskýra ástæður þess hversu frábrugðnar hinar íslenska notkunarvenjur greiðslumiðla eru í samanburði við margar aðrar vestrænar þjóðir. Skoðaðar verða ástæðurnar bakvið þá staðreynd að frá upphafi rafrænnar væðingar greiðslumiðla hefur íslenska þjóðin verið ein sú rafrænasta á heimsvísu og stefnir höfundur á að grafa dýpra í það hvers vegna við Íslendingar veljum svo oft greiðslukort fram yfir seðla og mynt.
Skoðuð verður hin ýmsa tölfræði í sambandi við umræddar spurningar, og reynt að skýra í myndum og máli ástæðurnar að baki hinnar sérstæðu notkun greiðslumiðla íslensku þjóðarinnar. Að lokum verður reynt að skoða og geta til um ástæðurnar fyrir þeim niðurstöðum sem upp munu verða grafnar í fyrri pörtum ritgerðarinnar.

Samþykkt
20.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hjortur.pdf616KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna