ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13364

Titill

Samgöngur og hreyfanleiki

Útgáfa
Október 2012
Útdráttur

Í þessari grein er rannsóknarverkefni um samgöngur og hreyfanleika staða kynnt ásamt frumniðurstöðum. Markmið rannsóknarinnar er að kanna ítarlega hvernig samgöngur, með tilliti til mismunandi ferðamáta, hafa áhrif á hreyfanleika (e. mobility) staða, staðsetja þá á huglægan máta og hvernig sú staðsetning hefur áhrif á ímynd tiltekins svæðis. Horft verður sérstaklega á Strandasýslu og hvernig ímynd hennar er í sífelldri mótun í mismunandi gagnvirkum hreyfanleika fólks og staða. Augum verður beint að hvernig ímynd Strandasýslu er að verða til í dag sem áfangastaður í ferðamennsku. Fjallað verður um hvernig aðilar í ferðþjónustu eru að endurvekja gamlar leiðir og slóða til að sjá hvernig verið er að skapa ímynd svæðisins með hjálp tengslaneta fyrri tíma. Í því samhengi verður byggt á þátttökathugun auk þess sem stuðst verður við fyrstu niðurstöður úr greiningu á viðtölum sem tekin voru við valda einstaklinga sumarið 2012 um hvernig tengsla- og samgöngunet svæðisins hafa tekið breytingum á æviskeiði þeirra. Meðal annarra gagna sem rannsóknin byggir eru kort frá mismunandi sögulegum tímum og sögulegar heimildir sem varpa ljósi enn frekar á hreyfanleika svæðisins. Gögn verða greind með kenningar um staðarhugtakið, hreyfanleika og tengslanet til hliðsjónar.

Birtist í

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild

Samþykkt
26.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
KatrinLund_Gunnar ... .pdf486KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna