ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1413

Titill

Réttindi Alzheimersjúklinga : siðfræðileg rannsókn

Útdráttur

Tilgangur þessarar siðfræðilegu rannsóknar var að minnka þann vanmátt og ótta
sem fylgir umönnun einstaklinga með Alzheimersjúkdóminn. Það er mikilvægt fyrir
hjúkrunarfræðina sem fræðigrein að vera vakandi gagnvart ástandi skjólstæðinga
sinna þó oft sé erfitt að botna í því ástandi og að virða þá alltaf sem einstaka
einstaklinga, með sína einstöku lífsreynslu. Markmiðið með rannsókninni var að
vekja hjúkrunarfræðinga til umhugsunar með jákvæðri umræðu um það erfiða
verkefni sem andleg umönnun einstaklinga með Alzheimersjúkdóminn er. Mikilvægi
þessarar ritgerðar er ekki síður að vekja allt samfélagið til meðvitundar um það hvað
hræðsla okkar við það óþekkta getur valdið öðrum miklum sársauka. Rannsóknin var
því mitt framlag til að reyna að opna huga þess fyrir því að einstaklingar með
Alzheimersjúkdóminn eru manneskjur eins og þú og ég. Rannsóknarsviðið var líðan
einstaklingsins sem haldin er Alzheimersjúkdómnum á hinum þremur stigum hans og
einnig hvað það felur í sér að vera manneskja.
Heimildasamantekt fyrir þessa rannsókn var yfirgripsmikil og spannaði mörg
svið. Sviðin voru: reglur almennrar siðfræði, siðfræði hjúkrunarfræðinnar,
stigskipting Alzheimersjúkdómsins, hjúkrunarfræðileg viðfangsefni tengd
Alzheimersjúklingnum sjálfum (t.d. samskipti og skilningur) og heimspekilegar
umræður um stöðu einstaklingsins sem haldinn er Alzheimersjúkdómnum.
Rannsóknarsniðið sem notað var í þessari rannsókn er byggt á heimspekilegum
og siðfræðilegum aðferðum. Í fyrsta lagi hugtakagreining, sem er heimspekileg
aðferð sem notuð var við greiningu á inntaki ákveðinna hugtaka, eins og réttinda,
virðingar ofl. Í öðru lagi siðfræðileg rökræða, sem er aðferð sem vel var til þess fallin
að renna stoðum undir ákveðnar skoðanir með röksemdafærslu og komast að
niðurstöðu sem byggist á rökum.
Helstu niðurstöður voru þær að það gefur einstaklingum með
Alzheimersjúkdóminn ákveðinn rétt að vera manneskja sem hluti af samfélagi manna,
og einnig gefur það þeim ákveðin rétt að vera ólíkar manneskjur með sína einstöku
lífssögu. Niðurstöður um hvað réttindi þeirra fela í sér eru þó lítið eitt misjafnar eftir
því um hvaða stig sjúkdómsins er að ræða og á hvaða forsendum réttindin eru sett
fram. Helstu ályktanir, sem dregnar voru af niðurstöðunum, voru þær að nauðsynlegt
er að koma siðferðilegum réttindum Alzheimersjúklinga inn í starfsreglur þeirra sem
annast þá svo að siðferðilega skyldan sem þeim fylgir verði að starfsskyldu sem fara
verður eftir þegar starfað er að umönnun þessara einstaklinga.

Samþykkt
1.1.2002


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Réttindi alzheimer... .pdf523KBOpinn Réttindi alzheimer - heild PDF Skoða/Opna