ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1571

Titill

Get ég verið falleg þótt ég sé fötluð?

Útdráttur

Viðfangsefni mitt í verkefni þessu er saga Hrafnhildar Guðmundsdóttur ungrar, langveikrar og fatlaðrar stúlku og fjölskyldu hennar. Helsta markmið þess er að varpa ljósi á líf þeirra og aðstæður og baráttu þeirra við íslenskt skólakerfi vegna sjúkdóms Hrafnhildar. Verkefnið var unnið út frá félagslegum skilningi á fötlun. Auk þess var lögum og reglugerðum sem tengdust viðfangsefninu gerð skil og þau tengd við líf og aðstæður þátttakenda. Þátttakendur í verkefni þessu eru Hrafnhildur sem er 16 ára gömul, fjölskylda hennar og þroskaþjálfi sem tengdist Hrafnhildi í grunnskóla. Sögu Hrafnhildar segir móðir hennar að mestu leyti en einnig kemur fram sjónarhorn þroskaþjálfa hennar.
Við gerð þessa verkefnis var notast við eigindlega lífssöguaðferð og byggt var á opnum viðtölum við þátttakendur.
Saga Hrafnhildar og fjölskyldu hennar er áhrifamikil og leikur þar báráttan við almenna skólakerfið stærsta hlutverkið. Skólakerfið var engan vegin tilbúið til að mæta þörf Hrafnhildar þegar sjúkdómur hennar fer að láta bera á sér og ríkti stöðug bárátta foreldra hennar um réttindi Hrafnhildar inn í bekknum sínum og fyrir breyttum viðhorfum í hennar garð.
Sá lærdómur sem draga má af þessari sögu er að þrátt fyrir erfileikana sem steðjað hafa að þessari fjölskyldu sýna þau það og sanna að fötlun þarf ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að lifa góðu og innihaldsríku lífi. Með bjartsýnina að leiðarljósi og það að eiga sér vonir og drauma hefur gert þeim kleift að takast á við lífið í skugga óviðráðanlegs sjúkdóms.
Lykilorð: Lífssaga.

Athugasemdir

Þroskaþjálfabraut

Samþykkt
4.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
355 skemmu.pdf402KBLokaður Heildartexti PDF