ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1614

Titill

Gætu íslenskir bændur haft hag af aðild að landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins? : meginreglur í stefnu, stjórnun og styrkjakerfi

Útdráttur

Í verki þessu er gefin innsýn í hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og þá stefnu sem mótuð hefur verið innan sambandsins varðandi styrki til landbúnaðar. Samofin umfjölluninni er staða landbúnaðarmála á Íslandi og möguleg aðild Íslands að ESB, og hugsanleg áhrif þess á íslenskan landbúnað. Landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins er ein af grunneiningum sambandsins og viðamikill þáttur í starfsemi þess. Kerfið hefur verið til gagngerar endurskoðunar á síðustu árum í kjölfar stækkunar ESB og áherslubreytinga í landbúnaðarmálum. Það er því megin tilgangur ritgerðarinnar, eins og titill hennar gefur til kynna, að gefa yfirlit yfir þær meginreglur og forsendur sem landbúnaðarkerfi ESB byggir á í dag. Þá verður leytast við að svara þeirri spurningu hvort íslenskir bændur gætu haft hag af aðild að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins ef til kæmi aðild Íslands að sambandinu.

Samþykkt
9.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA-ritgerðinHVG.pdf336KBOpinn "Gætu íslenskir bændur haft hag af aðild að landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins? - Meginreglur í stefnu, stjórnun og styrkjakerfi" - heild PDF Skoða/Opna