ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1672

Titill

„Að mega hlaupa um án þess að það sé sussað á þau“ : viðhorf leikskólakennara til útiveru barna

Útdráttur

Verkefni þetta fjallar um útiveru barna í leikskólum og þá þætti sem að henni snúa. Útivera barna er stór partur af daglegu starfi leikskóla á Íslandi en lítið sem ekkert er fjallað um hana í leikskólakennaranámi. Útileikir barna hafa breyst undanfarna áratugi, ég byrja því á því að fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað og hvaða hlutverki leikskólinn gegnir í þeim efnum. Hugmyndir fræðimannanna Fröbel, McMillan og Gardner um útiveru, hreyfingu og tengsl við náttúruna eru settar fram. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á undanförnum árum sem snerta útiveru barna. Þær taka meðal annars á þáttum eins og hlutverki leikskólakennara í útiveru barna, gildi útiverunnar fyrir alhliða þroska barna, kosti þess að börn leiki sér í náttúrulegu umhverfi, hönnun leiksvæðis og hvaða efniviður höfðar best til barna, svo að dæmi séu tekin. Hreyfiþroski barna tekur miklum breytingum á þeim árum sem þau dvelja í leikskóla. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að leikur í útiveru hefur jákvæð áhrif á hreyfiþroska barna.
Rannsóknarspurningin: Hvert er viðhorf leikskólakennara til útiveru barna? Var höfð til hliðsjónar þegar viðtöl voru tekin við fjóra leikskólakennara. Er þetta samanburðarrannsókn, þar sem helmingur þátttakenda eru finnskir og hinn helmingurinn íslenskir. Hliðarrannsóknarspurningarnar eru: Er munur á viðhorfum íslenskra og finnskra leikskólakennara? Er munur á viðhorfum nýútskrifaðra leikskólakennara og þeirra sem hafa langa starfsreynslu? Hvað segja leikskólakennarar um tengingu hreyfiþroska og útiveru? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að leikskólakennarar höfðu almennt jákvætt viðhorf til útiveru barna og töldu hana nauðsynlegan þátt leikskólastarfsins. Enginn sýnilegur munur er, í þessari rannsókn, á viðhorfum íslenskra og finnskra leikskólakennara né viðhorfum nýútskrifaðra leikskólakennara eða þeirra sem hafa langa starfsreynslu. Hvað tengingu hreyfiþroska og útiveru varðar þá telja allir leikskólakennararnir útiveru mikilvæga fyrir hreyfiþroska barna og var hann það fyrsta sem flestir þeirra nefndu þegar þeir voru spurðir um gildi útiverunnar fyrir börn.

Samþykkt
15.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf149KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf547KBOpinn Heimildarskra PDF Skoða/Opna
Viðhorf leikskólak... .pdf492KBOpinn Verkefnið í heild sinni PDF Skoða/Opna
útráttur.pdf265KBOpinn Úrdráttur PDF Skoða/Opna