ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1704

Titill

Skuldsetning íslenskra heimila : þróun síðustu ára

Útdráttur

Fjármál íslenskra heimila hafa mikið verið til umræðu á síðustu misserum. Skuldir eru sagðar hafa aukist og greiðslubyrði sé að knésetja heimilin. Ísland er neysluþjóðfélag og það endurspeglast meðal annars í miklum yfirdrætti og kreditkortaveltu.
Tilgangur þessa verkefnis var að skoða þróun í fjármálum heimilanna meðal annars með tilliti til kaupmáttar, skulda, vaxta, gengis og vanskila.
Sett var fram rannsóknarspurningin: „Hvaða áhrif hafði innkoma viðskiptabankanna á íbúðalánamarkaðinn á skuldastöðu heimilanna?“. Til að styðja frekar við vinnslu verkefnisins voru settar fram tilgátur og leitast við að svara þeim.
Við greininguna voru notuð gögn frá stofnunum sem meðal annars sjá um opinbera hagskýrslugerð og safna upplýsingum er varða viðfangsefnið.
Niðurstaða verkefnisins er sú að:
• Skuldir heimilanna hafa aukist til muna á síðustu árum.
• Vanskil hafa minnkað hlutfallslega.
• Eignastofn heimilanna hefur ekki aukist í sömu hlutföllum og skuldirnar.
• Kaupmáttur hefur aukist á síðustu árum.
Innkoma viðskiptabankanna á íbúðalánamarkaðinn hefur haft áhrif til aukningar útlána. Með vaxandi einkaneyslu almennings hefur eftirspurn eftir lánum aukist. Hafa þarf í huga að einkavæðing bankanna árið 2003 virðist hafa haft í för með sér breytingar á aðgengi að lánsfé.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
16.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf57,1KBOpinn Skuldsetning íslenskra heimila - Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskra.pdf101KBOpinn Skuldsetning íslenskra heimila - Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Ritgerðin í heild.pdf460KBLokaður Skuldsetning íslenskra heimila - heild PDF  
Utdrattur.pdf67,4KBOpinn Skuldsetning íslenskra heimila - Útdráttur PDF Skoða/Opna