ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1815

Titill

Teljum gullin í fjörunni

Útdráttur

Lokaverkefni þetta er barnabókin Teljum gullin í fjörunni og greinargerð sem henni fylgir. Markmið með barnabókinni er að gera bók handa börnum sem er í senn skemmtileg og fræðandi, og nýtist foreldrum sem og leikskólakennurum í starfi. Bókin segir frá Matta, Lenu og foreldrum þeirra sem bjóða Tóta vini barnanna með í fjöruferð. Í fjöruferðinni rekast þau á margt skemmtilegt sem þau finna og setja ofan í fötu sem þau hafa með sér. Í textanum eru tölustafir í stað texta sem sýndur er í litunum gulur, rauður og svo framvegis, með þessu móti sjá börn á myndrænan hátt tölustafi. Fjöldinn er einnig gerður sýnilegur með myndum af því sem börnin finna í fjörunni.
Greinargerðin sem fylgir þessu lokaverkefni kemur inn á upphaf barnabóka, þar er farið yfir tímabil í sögu barnabókmennta. Einnig er komið inn á hversu mikilvægar barnabækur eru fyrir málþroska barna. Enn fremur er fjallað um hvaða hlutverk foreldrar og leikskólakennarar hafa þegar kemur að því að auka áhuga barna á bókum og viðhalda honum. Í seinni hluta greinargerðarinnar er fjallað um íslenskar myndabækur, almennt um útlit myndabóka og tegundir þeirra.
Lykilorð: Talning.

Athugasemdir

Leikskólabraut

Samþykkt
1.9.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heimildaskra.pdf82,2KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Teljum gullin i fj... .pdf2,91MBLokaður Myndabók PDF  
Teljum gullin i fj... .pdf108KBLokaður Greinargerð PDF