is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20891

Titill: 
  • „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi.“ Framkvæmd landbúnaðarstefnunnar á Íslandi í ljósi umboðskenningarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um framsal stjórnvalda á verkefnum hins opinbera til samtaka eða fyrirtækja utan opinberrar stjórnsýslu. Í ritgerðinni verður sjónum beint að því hvers konar hættur geta skapast við slíkt framsal og jafnframt leitað svara við þeirri spurningu hvað megi gera til að draga úr slíkum hættum. Markmið ritgerðarinnar er að varpa fræðilegu ljósi á þetta samband sem myndast milli hins opinbera sem framselur verkefni og þess aðila sem tekur við verkefninu og hvað framseljandi getur gert til að tryggja sem best að markmið framsalsins gangi eftir. Samningar um framsal verkefna frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til Bændasamtaka Íslands eru teknir til skoðunar í þessu tilviki, en árið 2011 gerði Ríkisendurskoðun athugasemdir við útvistun verkefna ráðuneytisins til Bændasamtakanna þar sem bent var á þætti í framkvæmdinni sem þótti ábótavant. Í rannsókninni er landbúnaðarkerfinu á Íslandi lýst og farið yfir sögu og þróun landbúnaðar á Íslandi, þróun lagasetningar, samninga og þess stofnanaskipulags sem mynda landbúnaðarkerfið eins og það er í dag. Tilgangurinn með því er að draga upp mynd af stjórnsýslulegri stöðu einstakra stofnana kerfisins og stefnumótun stjórnvalda. Þegar fræðilegu ljósi er varpað á þetta framsal verkefna sem skýrsla Ríkisendurskoðunar gerir athugasemdir við er stuðst við umboðskenninguna sem er kenning á sviði stjórnmála- og stjórnsýslufræða um framsal og fyrirsvar (e. delegation and accountability) í þingræðisskipulagi. Niðurstöður þessarar skoðunar benda til þess að hættur þær sem geta falist í framsali verkefna frá hinu opinbera til aðila utan stjórnsýslunnar, séu til staðar í framsali ráðuneytisins til Bændasamtaka Íslands. Ábendingar Ríkisendurskoðunar endurspegla þær hættur ásamt því að benda á lausnir til úrbóta.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bóndi er bústólpi.pdf819.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna