ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2183

Titill

Al Jazeera: Gluggi inn í heim araba

Útdráttur

Fréttastöðin Al Jazeera er fyrsta arabíska stöðin sem sendir út fréttir allan sólarhringinn. Hún er ein vinsælasta og umdeildasta fréttastöðin í Mið-Austurlöndum, en hefur janframt valdið miklum usla meðal vestrænna þjóða. Systurstöð hennar, Al Jazeera English, er fyrsta arabíska sjónvarpsstöðin sem sendir út á ensku allan sólarhringinn. Megin markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það af hverju emírinn af Katar lét stofna Al Jazeera. Einnig hvort fjárframlög hans og ríkisstjórnarinnar til stöðvarinnar hafi áhrif á ritstjórnarlegt sjálfstæði hennar. Til að svara þessum spurningum er gerð grein fyrir stöðvunum og starfsemi þeirra, en lögð er meiri áhersla á Al Jazeera á arabísku. Umfjöllun ritgerðinnar gefur til kynna að á fyrstu árum Al Jazeera hafi stöðin starfað að mestu leyti án afskipta stjórnvalda í Katar en allt bendi hins vegar til þess að undanförnu að þetta sé að breytast. Starfsmenn stöðvarinnar hafa til dæmis fengið skipun um að gera ekkert sem gæti skapraunað stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Líklegt er að emírinn hafi látið stofna stöðina með fleiri en einn tilgang í huga. Ýmislegt bendir til þess að hún hafi meðal annars vakið athygli á Katar, haft jákvæð áhrif annars vegar á ímynd Katars á alþjóðavettvangi og hins vegar á ríkiserindrekstur stjórnvalda í Katar.

Samþykkt
7.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heida_Bjork_Vigfus... .pdf538KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna