ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2610

Titlar
  • en

    Synthesis and characterisation of N,N,N-trimethyl-6-carboxy chitosan derivatives

  • Efnasmíði og greining á N,N,N-trímetýl-6-karboxýkítósanafleiðum

Útdráttur

Markmið verkefnisins var í fyrsta lagi að mynda ljósvirkt N,N,N-trímetýl-6-porfýrínamíð kítósan og ester afleiður af N,N,N-trímetýl-6-karboxýkítósan (TMKOK) með þriggja skrefa efnasmíði. Í öðru lagi að kanna leysni kítósansalta, N,N,N-trímetýlkítósans (TMK) og TMKOK í lífrænum leysum. Í þriðja lagi að búa til TMK úr kítósan upphafsefnum með mismunandi mólþyngd og hlutfall N-asetýl sethópa og kanna hlutfall N sethópa afleiðanna.
Kítósan var þrímetýlerað með metýljoðíði í DMF:H2O [50:50] leysi. TEMPO hvati var notaður til að oxa sérhæft C-6 hýdroxýlhóp TMKOK. Þriðja skrefið var annars vegar hvarf amínótetrafenýlporfýríns við TMKOK með EDAC og hins vegar sýruhvötuð ester myndun á TMKOK.
Niðurstöður efnasmíðatilrauna sem framkvæmdar voru í verkefninu benda til þess að aðferðin geti nýst til að mynda ljósvirkar kítósanafleiður. NMR sýndu fram á að aðferðin gagnast til að smíða N,N,N-trímetýl-6-etýlesterkítósan og N,N,N-trímetýl-6-fenýlamíðkítósan og unnt var að greina byggingu afleiðanna. TMK og TMKOK höfðu sambærilega eða betri leysni en kítósansöltin í vatni og TMKOK hafði auk þess leysni í metanóli. Trímetýl aðferðin reyndist gagnleg til að trímetýlera mismunandi kítósan og fékkst hlutfall trímetýl hópa frá 36% til 64%. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta gagnsemi aðferðarinnar.

Samþykkt
13.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
JonGudmundssonMast... .pdf926KBLokaður Heildartexti PDF