ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2780

Titill

Manngjöld í Brennu-Njáls sögu og í Venesúela

Útdráttur

Aðalefni þessarar ritgerðar eru manngjöld á Íslandi til forna. Ég fjalla um af hverju þau eru greidd, hversu mikil þau eru og á hvaða lagagrunni þau eru byggð. Ég skoða sérstaklega manngjöld sem greidd voru í Brennu-Njáls sögu og til þess nota ég söguna sjálfa, Grágás og önnur rit um efnið. Ég fjalla einnig stuttlega um verð- og þyngdareiningar sem notaðar voru á Íslandi til forna. Ég ber manngjöldin saman við miskabætur í Venesúela sem líkastar eru manngjöldunum í Íslendingasögunum. Til þess nota ég réttarvenjur, lagaskrá og hæstaréttardóma í Venesúela. Til að lesandi geti skilið og áttað sig betur á þeim dæmum úr réttarkerfi Venesúela sem ég nota þá útskýri ég réttarkerfið í grófum dráttum. Samanburður á ólíkum verðeiningum er mjög erfiður og hafa fáir lagt í að núvirða upphæðir manngjalda í Brennu-Njálssögu. Það reynist því illmögulegt að bera saman núvirt verð þeirra við manngjöld í Venesúela. Hins vegar ber ég saman aðrar hliðar á skaðabótunum á þessum tveimur ólíku stöðum á ólíkum tímum, og fjalla aðallega um af hverju þær eru borgaðar í báðum tilfellum.

Samþykkt
25.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
pd_fixed.pdf179KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna