ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3065

Titill

Grief After the Loss of an Infant

Útdráttur

Markmið þessarar ritgerðar er að gefa innsýn í sorg vegna ungbarnamissis.
Þessi sorg hefur stundum verið vanmetin eins og kemur fram í ritgerðinni.
Með ungbarnamissi er átt við missi barna sem fæðast andvana og fram að eins árs
aldri. Einnig verður lítillega fjallað um andlát á fósturstigi.
Ég mun leggja áherslu á sorgarferlið og sálgæslu vegna þess. Eins og kemur
fram í ritgerðinni sorg vegna ungbarnamissis að mörgu leyti sérstök reynsla.
Það er því nauðsynlegt að draga þetta fram.
Eftir að ég missti barn sem lifði aðeins í sjö daga fór ég að velta fyrir mér
sorginni og afleiðingum hennar og er þessi ritgerð m.a. til komin vegna þessa atburðar.
Við þessa reynslu hrynur heimurinn og hann verður aldrei samur og áður.
Lífið hefur breyst og verður ekki samt og áður þrátt fyrir að við getum haldið áfram að
lifa lífi okkar, sinna störfum okkar og gera allt mögulegt sem þarf að gera í hinu flókna
lífi nútímans. Við færumst frá því að elska í nálægð til þess að elska í fjarlægð eins og
kemur fram í skilgreiningunni á sorg. Þetta er reynsla mín. En hvernig getur andlát
ungbarns haft slík áhrif? Um þetta verður fjallað í ritgerðinni.
Ég tel það líka nauðsynlegt að allir þekki helstu einkenni sorgarinnar til þess að
auka skilning á henni og að fólk telji ekki einkenni sín vera sjúkleg eða óeðlileg.
Einnig er þetta nauðsynlegt þeim sem vilja hjálpa svo sem eins og stórfjölskyldan eða
vinir. Nauðsynlegt er í þessu sambandi að ganga í gegnum sorgina og fara ekki að
velja flóttaleiðir eins og að drekkja sér í vinnu o.fl. Sorgin getur þá orðið óleyst en
fjallað er um það í þessari ritgerð. Það er líka mjög æskilegt að aðstandendur
gangi í gegnum sorgina saman þótt hver og einn kunni að gera það með sínu lagi.
Hér á eftir kemur lýsing á helstu köflum ritgerðarinnar. Í upphafi
hennar verður leitast við að skilgreina hvað sorg er. Síðan kemur nokkuð ýtarleg
lýsing á einkennum sorgar almennt. Þar næst verður fjallað sérstaklega um sorg vegna
ungbarnamissis. Mikilvægur kafli kemur þar á eftir en hann fjallar um það sérstaka við
ungbarnamissi. Stutt umfjöllun um þrenns konar missi á fyrsta ári fylgir í kjölfarið.
Reifuð verða sorgeinstakra fjölskyldumeðlima og þar kemur fyrst sorg foreldra, síðan
sorg feðra, sorg barna og loks sorg afa og ömmu. Ekki síður mikilvægur en kaflinn um
hið sérstaka við ungbarnamissi er kaflinn um sálgæslu vegna ungbarnamissis sem
tekur síðan við. Leitast verður við að skilgreina stuttlega hvað kristin sálgæsla er og
þar á eftir koma viðtöl við tvo sjúkrahúspresta á Landspítalanum en þau eru Ingileif
Malmberg og Bragi Skúlason. Þá er næst kafli um viðbrögð þeirra sem vilja hjálpa,
ættingja og vini, helstu mistök sem þau gera og hvernig þau geta komið að gagni. Það
sem tekur við að þessu loknu eru kaflar um sorg sem ekki tekst að leysa úr með
ýmsum undirköflum og lýsing á því hvað er til ráða þegar þetta kemur upp.Þá er
sérstakur kafli um nauðsyn þess að syrgjendur finni tilgang eftir ungbarnamissi. Að
lokum kemur útskýring á kvenmyndinni í Biblíunni og síðan um kristna trú í sambandi
við þennan missi. Þessum kafla er m.a. ætlað að draga fram reynslu konunnar, sem
hefur stórlega verið vanmetin um aldir, og vera huggunarorð til þeirra sem lenda í
þessum raunum og útlistun á svörum kristinnar trúar á þeim.
Skilgreining á sorg.
Sorg felur í sér miklar breytingar á lífi okkar og öll þurfum við að ganga í gegnum
hana þegar

Samþykkt
19.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaritger_fixed.pdf474KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna