ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/334

Titill

Tölvur í eðlisvísindum : verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum fyrir nemendur á unglingastigi

Leiðbeinandi
Útdráttur

Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.ED.- prófs við kennaradeild Háskólans á
Akureyri, vormisserið 2005. Tilgangurinn er að gera námsefni um eðlisvísindi fyrir efstu
bekki grunnskóla. Er hér fyrst og fremst um gerð verklegra æfinga með tölvutengdum mæli-
tækjum að ræða sem henta vel sem ítarefni með kennslubókum á unglingastigi.
Eitt helsta markmið menntunar er að búa nemendur undir lífið í samfélaginu. Í margbreyti-
leika nútímans reynir á hæfileikann til að bregðast við nýjum aðstæðum, takast á við og tileinka
sér nýjungar og framfarir á öllum sviðum. Nám í eðlisvísindum stuðlar að því að nemendur
geri sér grein fyrir því hversu mikilvæg þróun í vísindum er, bæði í nútíð og framtíð. Almenna
notkun tölvunnar má finna allstaðar í nútíma samfélagi og í raun má segja að hún sé allstaðar.
Skólinn á að endurspegla samfélagið og því ætti tölvan að vera sjálfsagður hlutur í skólastarfi.
Flestir eru sammála um notagildi tölvunnar og að hægt sé að nýta hana sem hjálpartæki í
námi.
Verklegu æfingarnar tengjast allar forritinu „Data Studio“ sem er hugbúnaður til notkunar
við mælingar, söfnun og úrvinnslu gagna. Það er öflug viðbót við ríkjandi kennsluaðferðir. Í
verkefninu eru kennara- og nemendaleiðbeiningar fyrir verklegu æfingarnar, ásamt ítarupp-
lýsingum um þau hugtök sem koma fyrir í verklegu æfingunum. Það er von mín að þessar
verklegu æfingar komi að gagni við kennslu í eðlisvísindum.

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
tolvuriedli.pdf7,43MBOpinn Tölvur í eðlisvísindum - heild PDF Skoða/Opna