ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3573

Titill

Þekkingarþjóðfélag: Nýsköpunargeta Íslands og möguleikar á uppbyggingu þekkingarhagkerfis

Útdráttur

Í þessari ritgerð mun vera skoðað hvað þekkingarhagkerfið sé. Farið verður í hlutverk ríkis og sveitafélaga í uppbyggingu þekkingarhagkerfis og kröfu þegna um samfélagsleg skilyrði. Gerð verða skil á nýsköpun og leið Finna að mikilli nýsköpun og sömuleiðis hver staða hennar er á Íslandi. Loks verður farið í mikilvægi menntakerfis í þekkingarþjóðfélagi og stöðu menntakerfis Íslands. Farið verður almennt í hvað þekkingarþyrpingar eru og þróun þeirra í Finnlandi og Kísildalnum í Bandaríkjunum borin saman. Loks verður rætt hvort raunhæft sé fyrir Íslendinga að stofna til þekkingarhagkerfis og mögulegar leiðir til þess.
Niðurstöður sýna að Íslendingar verji talsverðu fé til rannsókna og þróunar og í menntakerfið en árangur nýsköpunar sé ekki í samræmi við framlög. Til að auka nýsköpun er nauðsynlegt að efla menntakerfið umtalsvert, og þá sérstaklega á sviði náttúruvísinda, stærðfræði og verkfræði. Við uppbyggingu þekkingarþyrpingar hér á landi er skynsamlegast að feta í spor Finna. Sú leið tryggir mikinn hagvöxt auk þess sem jöfnuður í samfélaginu er mikill.

Samþykkt
21.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Harpa_Sif_fixed.pdf840KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna