ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/399

Titill

Áhrif reykingar á gæði og val neytenda á reyktum laxi

Útdráttur

Lykilorð: Lax, reyktur lax, skynmat, örverumælingar, val neytenda.
Verkefni þetta fjallar í megindráttum um reyktan lax og hvað hefur áhrif á val neytandansþegar hann velur sér reyktan lax. Teknir voru fyrir þrír framleiðendur á norðurlandi þar sem ein tiltekin verslun var skoðuð nánar. Lagðir voru fyrir spurningalistar fyrir viðskiptavini og þeir spurðir hvaða vöru frá hvaða framleiðanda þeir myndu velja. Ásamt því var reynt að finna mælanlegan mun milli framleiðenda bæði með örverumælingum og skynmati.
Lítill munur var á vali neytenda þegar engar kvaðir voru settar á valið, það er að segja verðið væri hið sama á þeim öllum. Hins vegar ef skoðaðar eru sölutölur hefur verðið úrslita áhrif. Vara frá Fjörfisk er seld mest eða um 60% af sölunni. Hins vegar ef skoðaðar eru viðhorf viðskiptavina Nettó, þá voru um 32% sem vildu kaupa fiskinn frá Fjörfisk. Ef skoðaðar eru kynjaskiptar tölur varðandi val neytenda kemur í ljós að konur vildu helst kaupa þá tegund sem mest var keypt af í þessari tilteknu verslun sem skoðuð var.
Þegar niðurstöður úr örverumælingunum og skynmatinu eru skoðaðar er ekki að sjá að slíkir þættir hafi mikil áhrif á val neytandans. Mismunandi reykingaraðferð virtist einungis hafa áhrif á val milli kynjanna.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
reykturlax.pdf402KBTakmarkaður Heildartexti PDF  
reykturlax_e.pdf82,5KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
reykturlax_h.pdf160KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
reykturlax_u.pdf111KBOpinn Áhrif reykingar á gæði og val neytenda á reyktum laxi - útdráttur PDF Skoða/Opna