ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4127

Titill

Rannsókn á starfsvettvangi bókasafns- og upplýsingafræðinga

Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um rannsókn sem gerð var á starfsvettvangi bókasafns- og upplýsingafræðinga eftir útskrift frá Háskóla Íslands. Með rannsókninni var vonast til að unnt væri að fá heildstæða mynd af menntun, stöðu, stefnu og störfum bókasafns- og upplýsingafræðinga. Gerð var megindleg rannsókn með spurningalista sem sendur var á alla bókasafns- og upplýsingafræðinga sem útskrifuðust úr HÍ, voru á lífi, búsettir á Íslandi og með gilt heimilisfang. Niðurstöður sýndu fram á að starfsvettvangur bókasafns- og upplýsingafræðinga er mjög fjölbreyttur en hefðbundin störf á sviði bókasafna eru ríkjandi að mörgu leyti. Ýmiskonar upplýsingaþjónusta kemur nær alls staðar fram sem tíður verkþáttur. Niðurstöður sýndu einnig að algengasta ástæða framhaldsmenntunar er sú að vilja halda við fræðilegri þekkingu og starfskunnáttu. Niðurstöður benda til þess að laun séu ólík eftir atvinnuveitanda og eðli starfsins. Að meðaltali eru veitt hærri laun fyrir störf hjá einkafyrirtækjum heldur en ríki og sveitarfélögum.

Samþykkt
20.11.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA_Verkefni_Oskar_... .pdf2,08MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna