ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4277

Titill

Ófrjósemi: Þróun og áhrif úrræða til barneigna

Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar um ófrjósemi, þau úrræði sem í boði eru fyrir ófrjósama einstaklinga ásamt þeim sálrænu, félagslegu og fjárhagslegu áhrifum sem þessi úrræði hafa á einstaklingana. Ófrjósemi er líkamlegt ástand þar sem líkamlegar ástæður eru fyrir því að einstaklingar geta ekki eignast börn. En ófrjósemi hefur á sama tíma víðtæk áhrif á sálarlíf og félagslíf viðkomandi. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi að rannsaka hvernig þau úrræði sem standa ófrjósömum einstaklingum til boða hafa þróast í gegnum tíðina og í öðru lagi að varpa ljósi á þau áhrif sem þessi úrræði geta haft á þá einstaklinga sem til þeirra grípa. Ritgerðin er heimildaritgerð þar sem heimildir eru sóttar víðsvegar að, en áhersla er lögð á fræðilegar rannsóknir og greinar. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að þróunin á frjósemismeðferðum hefur verið mjög hröð og eru möguleikarnir til barneigna margir. Ættleiðingum hefur fækkað þar sem erfiðara er að ættleiða en áður fyrr, af sökum hertra reglna og færri barna til ættleiðinga, en á móti hefur tæknifrjóvgunum fjölgað til muna. Frjósemismeðferðir taka þó sinn toll af einstaklingunum en streita í kjölfar meðferða er algeng, ásamt félagslegri einangrun, samviskubiti, kvíða og þunglyndi. Félagsráðgjafar geta hjálpað einstaklingum að takast á við þá erfiðleika sem fylgja ófrjósemi, en til þess að geta sett sig í spor þeirra og veitt þeim faglega ráðgjöf þurfa þeir að þekkja þau úrræði sem í boði eru ásamt þeim áhrifum sem þessi úrræði geta haft á einstaklingana.

Samþykkt
13.1.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
efnisyfirlit_fixed.pdf184KBOpinn Efnisyfirlit og útdráttur PDF Skoða/Opna
pd_fixed.pdf389KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
ttir_fixed.pdf603KBLokaður Heildartexti PDF