ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4516

Titill

Mótstaða asparblendinga gegn asparryði og dreifing ryðs

Skilað
2009
Útdráttur

Asparryð fannst fyrst hérlendis árið 1999 í Hveragerði og stuttu seinna á Selfossi og nágrenni.
Sveppurinn fór strax að valda skemmdum á öspum. Fljótlega var tekið eftir því að asparklónar
brugðust mismunandi við ryði. Þá var farið að leita að asparklónum sem höfðu góða mótstöðu
gegn ryðinu. Vorið 2007 voru búnir til asparblendingar á milli sléttuaspar og alaskaaspar.
Markmið verkefnisins var að athuga mótstöðu þessara asparblendinga gegn asparryði. Til
voru tveir afkvæmahópar sem voru bornir saman og athugað hvor þeirra hefði betri mótstöðu og hentaði þá til áframhaldandi kynbóta. Laufsýni voru tekin af blendingunum og smituð með asparryðssmiti. Eftir að ryð kom fram var fylgst með þróun ryðsins og sýnunum gefnar tvær
smiteinkunnir. Önnur byggðist á hlutfalli smitaðra blaða en hin á meðalfjölda ryðbletta á blöðum. Asparblendingarnir sýndu mismikla mótstöðu gegn ryðinu og var marktækur munur á milli hópanna tveggja. Afkvæmahópur 2 hafði fleiri einstaklinga með lága smiteinkunn en þó hafði hinn afkvæmahópurinn fleiri blendinga með miðlungs smiteinkunn. Annað markmið var að athuga dreifingu ryðs í asparskógi, kanna hvernig ryðið dreifist og
áhrif fjarlægðar frá lerki á ryð á ösp. Athugað var hvort hægt væri að fá hugmynd um hvað það mætti vera langt á milli lerkis og aspar. Í asparskóginum var lerkireitur og út frá honum
var gengið í þrjár áttir, tíunda hver ösp var metin og gefnar voru tvær smiteinkannir. Önnur
var byggð á útbreiðslu ryðs í tré en hin á meðalfjölda ryðbletta á blöðum. Athugunin var gerð
einn dag í ágúst og endurtekin í september. Útbúin voru þrjú fjarlægðarbil út frá lerkinu og reiknuð út meðalsmiteinkunn fyrir þau. Ekki reyndist marktækur munur á meðalsmiteinkunn á milli fjarlægðabila. En greinilegt var að smit minnkaði með meiri fjarlægð frá lerkinu. Í ágúst var mesta ryðið í og innan við 200 m frá lerki. En í september hafði það magnast talsvert upp en þó var enn mesta ryðið innan 300 m frá lerkinu í miðjunni.

Samþykkt
10.3.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS Ritgerð - Helga... .pdf1,6MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna